Húnavaka - 01.05.1989, Side 121
HUNAVAKA
119
olnboga, og sótti ofan í háls henni spýtu litla, sívala, um hálfrar
álnar langa. Eftir þetta batnaði kúnni; þótti þetta kynlega við bera,
en allt það er Pétri skeði til ófarnaðar, haíði hann heldur í flimtingi,
að Eyjólfur mundi miklu um valda, var þó þá ekki allóálitlegt um
vináttu þeirra, þótt flátt byggi undir. En það héldu þeir, er kunnast
var um, að Gvöndur sjálfur hefði stungið spýtunni ofan í kúna, til
geðs Eyjólfi; mæltu það og óvinir Eyjólfs, að með hans ráði væri,
en vildi þó ekki kvelja hana lengi, er hún drapst ei þegar. Mundi
það og fæstum hafa til hugar komið, hvað að henni gekk, nema
áður hefði eitthvað til vitað.
VII. KAFLI
Glettni Eyjólfs, og frá þeim Botnastaða-Jóni
Eyjólfur var afar hefnigjarn og oft glettinn og er það til merkis
talið, um glettni hans, að hann grunaði eitt sinn, að soramerkt kind,
er hann vantaði, hefði lent hjá Vorm, hreppstjóra á Geitaskarði,
var það þá síðar í sauðarétt, að Eyjólfur límdi blað lítið á bak Vorms,
svo hann vissi ei af, og þau orð á rituð: ,,þú skalt ekki stela“, var
það á baki Vorms um daginn, þar til menn vöruðu Vorm við, og
spurðu hvað væri.
Jónas Björnsson bjó að Botnastöðum, og átti Helgu, er þeir Arni
höfðu fyrri átta, og Sigfús faðir Guðrúnar, er nú var að lagi með
Eyjólfi. Jón hét og sonur Helgu og Arna; var hann þar heimamaður
og mikill vin Eyjólfs. Helga hét og alsystir Guðrúnar, og var hún
enn allung: Sigríður hét og stjúpdóttir Helgu, er þar var heima.
Það hefir mælt verið, að þeir Eyjólfur og Jón Árnason kæmi svo
eitt sinn að Gili, að þeir hefðu ráðið að vega Pétur óvaran, ella
þó að hræða hann, svo hann héldist ei við á Gili. Settust þeir sinn
á hverja hlið honum, og höfðu stinghnífa; en í því komu vermenn
norðan úr Skagafirði, og óðu inn, því kunnugir voru þeir Pétri; varð
þá ei af tilræðinu, enda er sagt, að Jón hræddist; en eigi vitum vér
fullan sann á, hvort þessu var fram farið, sem sagt var um ferð
þessa, þeirra Eyjólfs og Jóns að Gili, þó það kæmist í alræmi; má
og vera, að Pétur hafi svo frá sagt.