Húnavaka - 01.05.1989, Síða 122
120
HUNAVAKA
VIII. KAFLI
Skærur með Eyjólfí og Pétri
Það var um haustið, að þeir hittust Eyjólfur og Pétur í Selhaga,
þar Sigfús Oddsson bjó og Björg, systir Eyjólfs; þar var og Arnljótur
hreppstjóri kominn. Riðu þeir þaðan allir ofan til Gils; en er þeir
komu nær ofan á brúnina, mælti Pétur til Eyjólfs, og spyr, ef hann
kenni hesta þá, er þar væru út í botnunum. Eyjólfur lést ekki gjörla
kenna, svo langt sem til væri að sjá. Reið Pétur þá eftir hestunum,
en þeir Arnljótur ofan að Gili. Brátt kom Pétur eftir þeim og teymdi
hesta Eyjólfs, lést hann ætla, að Eyjólfur mundi nú kenna þá; Eyjólfur
kvað það víst vera; Pétur hafði hnýtt snæri í reiðhest Eyjólfs, er
Mósi hét, og vildi teyma inn í bæinn; voru þá ei önnur hús læst
utan bæjar á Gili, nema skemma sú, er Eyjólfur átti, og Pétur haíði
lóðhelgað sér; Eyjólfur þreif í tauminn Mósa og hvimpaði hann, svo
hann kippti Pétri nær tvöföldum út í dyrnar, en sleit um leið snærið
og rann á brott; þá kallaði Pétur, og skaut til votta, að Eyjólfur
slægi sig, en Arnljótur stóð framan á hlaðinu og sá það ekki. Fór
Eyjólfur heim með hesta sína, og skildu við það.
Þennan vetur gaf Eyjólfur hey sitt, er hann átti að Gili, fénaði
sínum og taldi Pétur eigi mjög að því, eða treystist að verja fyrir
Eyjólfi. Eyjólfur gekk oft til Botnastaða, og var það eitt kvöld, að
hann veitti þeim Jóni Arnasyni, og húskarli þeim, er Pétur hét, syni
Skúfs-Jóns, er kallaður var. Pétur var áræðinn, heimskur og illgjarn.
Þar var og Guðrún Sigfúsdóttir; fór það allt með launmæli nokkuð,
og var ráðið, að brenna Gil, um nóttina, og Pétur inni; er mælt,
að Guðrún eggjaði fast, en eigi er ljóst, hvort Helga móðir hennar
vissi ráðagjörð þessa; en Jónas maður hennar var um allt slíkt dulinn.
Skyldi og fá til Ólöfu Þorleifsdóttur, er verið hafði vinnukona Eyjólfs,
þá er hún kenndi Katli Natansbróður barn, er hann sór fyrir; var
hún nú að vistum í Selhaga, og sótti Pétur hana; en er hún vissi,
hvað ráðið var, leist henni allilla fyrir búist, en þorði ei móti að
mæla berlega; lést ganga út erinda sinna. Hljóp hún nú á brott,
og á fjall upp, því ærið var hún fóthvöt, en niðamyrkur var á; heyrði
hún riðið á eftir sér; æðraðist hún mjög, og tók það ráð, að hún
fleygði sér niður í hrískjarr lítið, og breiddi á sig hríslurnar. Hræddist