Húnavaka - 01.05.1989, Qupperneq 124
122
HÚNAVAKA
hans, bjuggu þau í Húnaþingi; ætla menn þau flýði hingað í sekt,
en voru hér ærið góðlát. Nú var það á góu 1826, á Botnastöðum
í kvöldrökkri, að Pétur húskarl, Skúfs-Jónsson, brýndi hnífa 2 eða
3, allvandlega. Kerling ein, er þar var að vistum, og Pórunn hét,
systir Kjafta-Sveins, varð þess vör, eða sá það, og spyr Pétur, hvað
brýnsla sú skyldi og bað Pétur að skaða engan með hnífúnum, því
hann þótti oft allógætinn. Hann svarar: ,,Það er ekki, sem þú hyggur,
það á ekki menn að drepa“. En það varð nú hina sömu nótt, að
sá atburður varð vestur á Langamýri ytri á Bug, að ær Péturs á
Gili höfðu verið reknar úr tveimur húsum; er sagt, að alls væri 70
í húsunum, voru nokkrar af þeim komnar heim aftur að húsunum,
um morguninn, en 30 lágu stungnar til dauðs, og snúnar úr hálslið-
um, skammt frá bænum, á hálu svelli; voru 27 dauðar, en 3 enn
lífs, er drápust litlu síðar, en 12 kindur stóðu uppi meðal hinna
dauðu, er heimamenn komu að; þótti þetta afar fáheyrt, og sem
illmannlegast að unnið, og varð margrætt um. Það hefir sagt verið,
að vel yrði Pétur á Gili við skaða sínum. Tók þá heldur að kvisast,
að afvöldum eða ráðum Eyjólfs mundi fé Péturs drepið.
Var það þá litlu síðar, að Pétur frá Botnastöðum var kominn að
Blöndudalshólum; þar var og Arnljótur hreppstjóri, með fleiri
mönnum; brá hann þá Pétri á einmæli, og kvað hann óhamingjulega
kominn, því mælt væri, að drepið heíði hann Langamýrar-ærnar;
bar og það til tíðinda, að þá hann og Jón tæki féð úr húsinu, týndi
Pétur húfu sinni, og væri hún fundin. Gat Arnljótur svo um talað
fyrir Pétri, að hann lét uppi hið sanna. Fór nú pati af því, að Sigríður
Sigfúsdóttir, stjúpdóttir Helgu, lyki upp fyrir þeim Pétri, er þeir
kæmu frá fjárdrápinu. Og er þeir gengu í bæinn, spurði hún, hvað
þeim hefði ágengt orðið. Þeir sögðu, sem var; er þá mælt, hún fagnaði
því svo mjög, að hún guðlastaði. Það er og haft eftir Pétri, að á
stað færi hún með þeim um kveldið, og ætti að halda fótum á fé
því, er skorið væri að því hún fengi við komið; komst hún allt að
Blöndu, en þorði ei yíir hana, er bæði var hál og vökótt, og sneri
því aftur. En Helga sagði við Jón son sinn: „Sver þú, drengur minn!
Guð fyrirgefur þér það samt, en Blöndal aldrei“. Jón lét og ólíklega í
fyrstu, um fjárdrápið. Sagði hann fyrst frá því í Gautsdal, og bætti
því við, að margt hefði guð að dæma, kvað ólíklegt, að uppvíst yrði,
hver, eða hverjir, hefðu verkið unnið, og æskti að guð sjálfur gerði
það ljóst.