Húnavaka - 01.05.1989, Qupperneq 126
124
HUNAVAKA
X. KAFLI
Pétur flýr frá Botnastöðum
Það hefur mælt vcrið, að þegar kvisast tók, að Pétur hefði við
gcngið, fyrir Arnljóti lireppstjóra, fjárdrápinu, að það var ráð þeirra
Eyjólfs og gömlu Helgu, að fyrirkoma Pétri, og er það sögn Péturs,
að einn morgun var hann úti á túni, og sá, að Eyjólfur, er kominn
var, og Helga, gengu út í skemmu; skaust Pétur þá bak skemmunni,
skrcið fram á kamp hcnni, hleraði til tals þeirra, og kvaðst hafa
heyrt þá ráðagjörð, að fyrirkoma skyldi Pétri, og hefta með því slafur
hans; átti að senda liann á fjall upp eftir sortu: skyldi eftir honum
senda, og stinga honum í pytt þann, er hesti Péturs Skúlasonar hefði
verið í hrundið; hafði hann fundist þá dauður skömmu áður. Pétur
Skúlason haíði nú tckið að slá á sig vináttu mikilli við Pétur nafna
sinn á Botnastöðum, og vissu menn ógjörla, hvað undir bjó. En einn
dag var Pétur á Botnastöðum sendur á fjall upp eftir sortu; æðraðist
hann við, og hugði á það hann heyrt hafði, fór þó, og leið eigi langt,
áður Eyjólfur kom ríðandi á Mósa, og reið mikinn. Pétur skaut fótum
undir sig, og ofan til Gils, og hitti nafna sinn. Kom það þá upp
með þeim, að Fjárdráps-Pétur lést ei óhræddur um líf sitt fyrir Eyj-
ólfi, kvað hann hafa keypt af þeim Jóni Arnasyni, að drepa ærnar
á Langamýri. Kallaði Pétur Skúlason óráð, að hann færi þá aftur
til Botnastaða, og fylgdi honum ofan að Gunnsteinsstöðum, á fund
Arnljóts hreppstjóra, og sagði Pétur nú afhið ljósasta. Jónas á Botna-
stöðum fór að finna Arnljót, og baðst að taka aftur við húskarli
sínum, en Arnljótur lést ei þora að sleppa honum, er hann hefði
illvirki á sigjátað.
XI. KAFLI
Þingað í fjárdrápsmálinu
Síðan var mál upp tekið; þingaði Blöndal sýslumaður þá prófþing
í Bólstaðarhlíð; var mörgum til stefnt. Sótti síðan Björn Ólsen á
Þingeyrum þá, er fyrir sökum voru hafðir. Kom svo, að Jón Arnason