Húnavaka - 01.05.1989, Side 128
126
HUNAVAKA
Hórudálkur, lygaljón,
lepill arnargarna.
Stóri skálkur, illskuón,
eigðu skarn þitt tarna.
Haíði Björn látið vísuna falla um gluggann, ofan yfir Pétur, er
hann var heima með móður sinni á Höskuldsstöðum við Akri, en
Pétur hafði illa farið með Björn áður í glímu, því hann stóðst hann
ekki; var Pétur og í sterkara lagi, en þó ekki jafn fótfastur; voru
og nokkuð mislangir fætur hans. Eyjólfur brá honum og um það,
að Gísli Konráðsson færði hann í hlandfor ofan, er þeir voru ungir
sjómenn í Svalbarði á Alftanesi suður, en kappdrægt með þeim, og
komu lítt skapi saman. Guðrúnu Halldórsdóttur, konu Péturs, þótti
ósæmilegt að heyra um kvennafar. hans, en hló þó að. En Pétur
hafði ærnar heitingar við Eyjólf, og kallaði hann komast ætti á Brim-
arhólm. Lauk svo, að ekki urðu þau Eyjólfur og Guðrún sektuð.
Ólöfu Þorleifsdóttur í Selhaga var og stefnt, en hún lést sjúk; og
þótt sýslumaður sendi eftir henni tvo menn síðan, þá ábyrgðist hún
þeim lífsitt, efþeir tæki sig, og ílytti sjúka, og létu þeir þá afþví.
XII. KAFLI
Dómar í fjárdrápsmálinu
Blöndal sýslumaður dæmdi í fjárdrápsmálinu þann 14. nóvember
1826, þá Jón Arnason og Pétur Jónsson að staurhýðast, og erfiða
æfilangt í Kaupmannahafnarfestingu, - en Sigríður Sigfúsdóttir skal
refsast með 15 vandarhöggum. Þau skyldu og öll gjalda Pétri Skúla-
syni í skaðabætur 54 dali 66 skildinga, og af málskostnaði 3A hluti;
en Eyjólfur bóndi Jónasson skyldi frí vera fyrir réttvísinnar ákæru,
en gjalda 'A hlut málskostnaðar; en Guðrún Sigfúsdóttir skyldi sýkn.
Sækjanda dæmdust 5 dalir, en verjanda þrír. Þeir Pétur og Jón skyldu
borga fangahald sitt. En landsyfirréttur dæmdi svo í máli þessu vet-
urinn eftir, 5. febrúar 1827, að hvor þeirra, Jóns og Péturs, skyldu
þrælka 4 ár á sögunarhúsi, en að öðru standi héraðsdómurinn, nema
sækjanda gjaldist 2 ríkisdalir, en verjanda einn. Sækjanda við lands-