Húnavaka - 01.05.1989, Side 129
HUNAVAKA
127
yfirréttinn 4 dalir, en verjanda þrír. Síðast dæmdi hæstiréttur í mál-
inu þann 21. nóvember 1827, að Jón Árnason skylda erfiða í Kaup-
mannahafnarbetrunarhúsi 4 ár, en Pétur Jónsson sæta þrennra 27
vandarhagga refsingu; en um ídæmdar skaðabætur og málskostnað,
á landsyfirréttardómur gildur að vera, en í málfærslulaun til mála-
færslumanns Hauks Guldbergs fyrir hæstarétti, borgi hinir ákærðu,
hvor með öðrum 20 dali silfurs.*
XIII. KAFLI
Málaferli Péturs og Eyjólfs
í ágústmánuði, um sumarið 1826, sendi Pétur Skúlason ákæru
yfir Eyjólf Jónasson, til sáttamanna, Ólafs prests Tómassonar í
Blöndudalshólum og Arnljóts hreppstjóra, og bar honum margar
sakir, mótspyrnu hans, þá hann vildi fiytja sig á Gil, fyrra árið,
og að hafa spillt fyrir sér mat og búsgagni, haft mannsöfnuð til að
verja sér eign sína, og rofið gjörvar sættir, á Auðólfsstöðum, í viðveru
sýslumanns; þar með um beitingar á landi sínu, sér viljalaust og
með ofríki. Kvaðst og hafa raunir til, að hann hafi ollið tjóni því,
er kvípeningur hans hafði orðið fyrir um sumarið. Var þeim Eyjólfi
þá stefnt til sáttafundar að Gili, næsta dag eftir höfuðdag. Birtu
það stefnuvottar, Eyjólfur á Eiríksstöðum og Jónas á Botnastöðum,
að Fjósum, 4 dögum áður. Var fólk allt að heyverki á engjum, en
Eyjólfur uppi í Selhaga að heyja, og afritan engin eftir skilin, og
er stefnudagur kom, var beðið Eyjólfs um hríð, og kom hann ekki.
Sagði það þá Sigfús Oddsson í Selhaga, að hann var sjúkur, og ekki
ferðafær. Riðu sáttaleitarmenn og Pétur þá til Fjósa, fundu Eyjólf
í rúmi, og spurðu hann, ef hann mætti svara til um sáttargjörð.
Neitaði hann því, og fóru þeir við svo búið.
Eftir það reið Pétur til Þingeyra, og bað Björn Ólsen liðveislu;
varð hann þá settur svaramaður Péturs, og sækjandi í málum
þessum. Gaf hann þá út tvær stefnur, þann 8. september, af hendi
Péturs, og stefndi Eyjólfi fyrir allar þær sakir, er áður voru taldar
* Áður en dómnum yrði fullnægt, var Fjárdráps-Pétur myrtur, mcð Natani Ketilssyni, um
miðjan vctur 1828. Sbr. Natans sögu, XXXI. kap. -S. Gr. B.