Húnavaka - 01.05.1989, Qupperneq 130
128
HUNAVAKA
til áheyrslu votta, og að þola dóm í mótspyrnumáli, er þeir kölluðu,
og svo að þola dóm um lóðhelgi þá, er Pétur hafði lýst; var stefnt
í hinu fyrra máli til Bólstaðarhlíðarþings, daginn eftir Mauritíus-
messu, 23. september. Var þar stefnt til vottorðs Arnljóti hreppstjóra,
og stefnuvottum, Einari bónda í Þverárdal, Eyjólfi bróður hans á
Eiríksstöðum, Jónasi Kristjánssyni frá Gili, sambýlismanni Péturs,
Guðrúnu ráðskonu Eyjólfs, og Ólöfu Þorleifsdóttur, griðkonu í Gil-
haga. Með annarri stefnu var Eyjólfi stefnt, liinn 25. sama mánaðar,
á hinn sama stað. Birtu þeir Eyjólfur og Jónas stefnuvottar, og er
að þingdegi leið, var Einar Jónasson, bróðir Eyjólfs, nýkominn
sunnan, og gisti að honum. Varð Eyjólfur síðbúinn til þings; þó
kom hann, og kvaðst vilja sætt væri reynd á málinu fyrir dóm. Sýslu-
maður leyfði það, og ræddust þeir Pétur og Eyjólfur við, og kom
ekki ásamt að neinu. Var því málið tckið fyrir. Spurði Ólsen af Péturs
hendi, hvort hann kenndist að hafa synjað Pétri hluta af Gili hið
fyrra árið. Neitaði Eyjólfur því ekki, en kvað Pétur eigi hafa byggt
sér út, og hefði hann því viljað bíða sýslumanns úrskurðar; en hinu,
er hann var spurður um, svaraði hann því, að kallað hefði hann
vini sína, til að biðja Pétur að leyfa sér að vera kyrrum; en rekið
þá hross hans, er sér hefði þótt þau of nærri túni; hefði hann þá
enn vænt sýslumannsatkvæða, en lést ekki muna annað. Að hann
heíði brúkað hús Péturs í óleyfi, síðan hann kom til jarðarinnar,
neitaði hann; einnig að hann hefði þekkt hestana álengdar, er Pétur
spurði hann þess, en þó hefði hann þekkt þá, er Pétur kom með
þá, og tekið af þeim beisli, en þó með óvilja hans hefði verið, enda
hefði Pétur eigi yfirlýst því, að hann vildi setja þá inn. Eigi kenndist
hann heldur að hafa barið Pétur að því sinni, og eigi kvaðst hann
hafa mátt nota sér Langamýrarpartinn, og neitti að hafa rekið ær
Péturs á fja.ll.
Því næst voru vættisberar teknir í eið; bar þar Arnljótur hrepp-
stjóri: „Kom ég að Gili, nær fardögum, og sá fjárhluti Péturs liggja
úti; lést hann eigi fá þeim komið inn, og bað mig til stoða, en ég
vísaði til sýslumanns. Eigi sá ég Eyjólf bera þá út, en heyrt hefi
ég það mælt. Séð hefi ég og pening Eyjólfs í Gilslandi, og eitt sinn
er ég kom til Gils, bað Pétur son sinn reka Fjósa-kýrnar úr heyjum,
og reka hægt, því sleipt væri. En öðru sinni, er þeir áttust við um
hestana, tók Eyjólfur þá með valdi, en ekki sá ég hann slá Pétur;
um viðskilnað fjárins, ber nokkuð á milli sagna þeirra, en ekki