Húnavaka - 01.05.1989, Blaðsíða 131
HUNAVAKA
129
mikið“. Eiríkur bóndi í Þverárdal bar það, að Eyjólfur heíði beðið
sig að koma til Gils, lést hafa farið að vita það, hvort Eyjólfur fengi
ekki af Pctri að þiggja annað jarðnæði. „111 orð - sagði hann - man
ég, að Eyjólfur haíði við Pétur, en eigi, hver voru, og reka sá ég
hann hross Péturs frá Gilstúni yfir Svartá, og var reiður að sjá, kvað
sér og enga þægð, að við beiddum Pétur með góðu lengur, er hann
sá, að eigi nýtti af honum“. Eyjólfur frá Eiríksstöðum bar hið sáfna
um komu sína til Gils, og það um rekstur á ám, sem Eyjólfur Jónas-
son halði sagt. Jónas Kristjánsson hafði sagt, og bar það nú, að
fé Eyjólfs hefði sótt í Gilsland, og hið sama sem Arnljótur um hest-
ana, að Evjólfur tæki þá með valdi, en lést eigi vita, að hann hefði
slegið Pétur, eða illyrt, og ekki, að rekið hefði hann ær hans. - Guðrún
ráðskona Eyjólfs, og Ólöf frá Selhaga, vissu ei annað, en af heyrn.
Var nú kveldað, og baðst sækjandi, að málið væri uppsett til næsta
mánudags, og vildi þá fram leggja skjöl sín. Eyjólfur bað um frest
3 eða 4 daga, til að fá sér talsmann; og fyrir því sýslumaður kvaðst
hafa öðru að gegna um hríð, var fresturinn gefmn.
XIV. KAFLI
Þing í mótspyrnu- og lóðhelgismálum
Nú var mánudaginn þingað í Bólstaðarhlíð, og sótti Björn Ólsen
af hendi Péturs. Kom Eyjólfur, og var slegið virðingu á það fé, er
Pétur vildi lóðhelga sér. Ólsen spurði Eyjólf, hví heyið, sem talið
var, væri nú ei á Gili. Eyjólfur kvaðst hafa tekið það, með leyfi Péturs,
og gefið sumt á Gili, en sumt á Fjósum. Pétur kvaðst leyft hafa
ytra heyið og húsið, en ótalað væri um borgun, en alls eina tvo
eða þrjá poka af því syðra, og eigi hafi hann haft sitt leyfi fyrir
skemmunni; lést og hafa gjört sér það til friðar, sem hann leyfði.
Neitaði Eyjólfur þessum framburði; og nú vill Ólsen leggja fram
skjöl sín, en Eyjólfur bað hann fresta um 3 vikur, til að fá sér
talsmann, og að stefna vottum. Heimti hann úrskurðar á því, og
lét sýslumaður það eftir, og ákvað þingdag hinn 7. nóvember.
Síðan var það ákveðinn dag, að sýslumaður þingaði enn í Bólstað-
9