Húnavaka - 01.05.1989, Blaðsíða 132
130
HUNAVAKA
arhlíð. Haíði Ólsen stefnt til vitnis í mótspyrnumálinu Sigfúsi bónda
Oddssyni í Selhaga, Kristjáni Guðmundssyni, húskarli í Kálfárdal,
og enn Ólöfu í Selhaga ; en óstefndur kom Guðmundur Árnason,
húskarl frá Marðarnúpi, er verið haíði á vist með Pétri, þá hann
fluttist á Gil, og Hafliði Hafliðason, smalasveinn frá Botnastöðum;
vissu þeir Sigfús bóndi og Kristján ekkert markvert að bera; en það
sagði Guðmundur, að á þriðja degi eftir komu Péturs að Gili, neyddi
Eyjólfur sig til að hjálpa til að bera út aftur; og er ég vildi það
eigi, - kvað hann —, fleygði hann mér flötum, og barði á mér. Það
sagði hann og úti á hlaði, að þá hann rak Mósa, hest Eyjólfs úr
Gilstúni, gengi Eyjólfur þá að sér, og berði á sér; sagði hann þá
við hið fyrsta högg, er hann hafði lostið sig: „Mósi bað mig að færa
þér þetta!“ Kvaðst hann og hafa séð Eyjólf sjálfan bera út fjárhluti
Péturs, en engan veita honum að því, nema Ólöfu Þorleifsdóttur,
griðkonu hans; héldi hún undir kistur með honum; illyrti hann og
Pétur, og gjört hefði fénaður Eyjólfs Pétri skaða. Hafliði sveinn kvaðst
eitt sinn hafa heyrt Eyjólf skipa Ólöfu að loka bænum, svo Pétur
kæmist ekki í hann, og verið sendur með lás til að loka skálanum
fyrir Pétri, en séð, að Ólöf hefði þá lokað dyrunum. Eyjólfur kvaðst
þá hafa fengið Ólaf sáttaleitarmann á Litlu-Giljá fyrir talsmann; en
sökum sjúkleika mátti hann ei koma.
Ólsen kvaðst ekki vitað hafa um sótt hans, þá heiman fór, og
hafði í skopi; var þá málinu skotið til 18. nóvember. Skyldi þá þinga
að Litlu-Giljá, heimili Ólafs.
Eyjólfur haíði stefnt vitnum til þessa þings, Eyjólfi stefnuvotti á
Eiríksstöðum, og bændum þremur á Skeggsstöðum, Þorsteini Gísla-
syni, Guðmundi Magnússyni, Þorkeli Jónssyni, og Rósu konu hans,
Solveigu Árnadóttur og Haíliða smalasveini frá Botnastöðum, er nú
hafði vitnað óstefndur, fyrir tilmæli Ólsens, og var birt stefnan. Ólsen
mótmælti, að þann dag færi fram vitnaleiðsla, eftir stefnunni, þar
sem bæði hann og Pétur væru óstefndir. Því næst framlagði Ólsen
afritan af sáttargjörð þeirra Eyjólfs og Péturs, á Auðólfsstöðum, og
var slegið á frest málunum til næsta dags; staðfesti sýslumaður þá
talsmennsku Ólafs. Kom þeim þá enn saman um að skjóta málinu
til hins 20. desember, er var miðvikudagur í Sæluviku.
Komu þá allir enn á þing, og lagði Ólsen fram sóknarskjal sitt,
og bar sakir á Eyjólf um útburð á fjármunum Péturs, eftir vitnisburði
Guðmundar Árnasonar og Hafliða; heimti, að Pétri gyldist af Eyjólfi