Húnavaka - 01.05.1989, Blaðsíða 133
HÚNAVAKA
131
150 dalir. Ólafur lagði fram varnarskjal, og heimti Eyjólf frjálsan
við mótspyrnumálið; kvað Guðmund Arnason verið hafa húskarl
Péturs, ekki nema einn vott, og þykja líklegan til fjandskapar við
Eyjólf, er hann bar það, að Eyjólfur hefði barið sig, og vitnaði um
sumt óspurt; kvað ekki lög telja herverk, þó Eyjólfur ræki hesta Péturs
yfir ána; hefði og Pétri borið að sanna usla þann, er hestar Eyjólfs
gjörðu á landi hans, með því að láta meta hann; kvað Eyjólfur hafa
rétt gjört, að taka hesta sína, þá vottar voru við, og ósannað, að
hann slægi Pétur, en lést ei gegna því, að Ólsen heimti þær Guðrúnu
og Ólöfu refstar fyrir það, að þær synjuðu með eiði, að þær vissu
ekki meira, en þær báru. Heimti Ólafur málskostnað allan af Pétri,
og metinn væri hann þrætukær að auki; lagði og fram seðil einn;
var í honum leyfð Eyjólfi beit, af Sigfúsi bónda í Selhaga. Því vildi
Ólsen neita, lagði fram skjal, og kvað sök Eyjólfs fullsannaða, og
spottaði ráðaleysi Ólafs í vörninni. Þá svaraði Ólafur með nálega
sneiðyrðum einum, taldi djúpsæra röksemd fyrir þann dómara, er
verið hefði í Húnaþingi, að frambera það, er að engu gagnaði
málssókninni, og annað því líkt. Ólsen kvaðst hyggja Ólaf reiðan,
sökum þess, hann vildi ekki þola Eyjólfi ólög öll, og sáttarof; kvað
hann mundi við öll boðorð sekan, þar Pétur átti hlut að. Ólafur
kvað það ekki boðorðabrot heita mundi, heldur boðorðaslangur, er
menn kölluðu. Öpuðu þeir hvor fyrir öðrum, og áttu orðastríð óþarf-
legt, og virtu menn svo, að Ólafur lægi ei undir í því; var hann
jafnan orðhvass, og minnkaði ekki fyrir skör fram sinn hluta, í orði
kveðnu, þó að stundum yrði ekki mjög ágengt.
Þennan dag var og sótt og varið lóðhelgismálið. Heimti Ólsen
þjófssök á Eyjólf fyrir heytekt hans, og óleyfða brúkun, og vildi láta
varða 36 dala sekt, en 20 dali í málskostnað. Móti því bar Ólafur,
að Pétur fengi Gil með öfundarboði, og ekki mundi svo lögfullur
réttur Péturs á Gili, að hann mætti lóðhelga; hafi og Eyjólfur aldrei
afsalað sér óðalsréttinum, heldur lýst brigðum, megi ekki heita meira,
en veðsetning, það Pétur eigi í Gili. Hafi því ekki verið umfram
ráð Eyjólfs, að láta hús sín standa, til þess brigðum yrði fram fylgt,
og hey fram yfir túnaslátt, lét ekki Eyjólf mundu verða þjóf að sínu
á Gili, þótt hann brúkaði það; en heimti 6 dali í málskostnað af
Pétri. Svaraði Ólsen því, og hratt, eða eyddi, flestu, og þá eigi sneið-
yrðalaust; en Ólafur svaraði með líkum hætti. Að því búnu voru
málin til dóms upp tekin, og lét sýslumaður það bíða um hríð.