Húnavaka - 01.05.1989, Blaðsíða 135
HUNAVAKA
133
um, þar sem hann flutti sig að Gili. Hafði hann og skyldaður verið
til að flytja sig á Langamýrarhlutann, og ekki sannað hann ræki
ær Péturs til ógreiða; ei heldur matinn skaði af usla þeim, er fénaður
Eyjólfs skyldi hafa gert Pétri; en það, að Eyjólfur hrifsaði hesta sína
af honum, hafi fremur vottað illmennsku, en góðvilja, og sektist hann
um það 2 dali silfurs; og var vísað til laga; og fyrir það, að hann
kom ei fyrir sáttanefnd, gjaldi hann málskostnað, og skal hann gjalda
Pétri 2 dali silfurs, en að öðru leyti vera laus við ákærur sóknara,
og í málskostnað 24 dali, en til réttarsjóðs 4 dali fyrir þrætugirni,
og hvort tveggja silfurverð, innan 15 daga frá birtingu dómsins.
Dæmdi Blöndal og hinn sama dag í lóðhelgismálinu, með hinum
sömu þingvottum, og kvað svo að orði: f>ó að landsleigubálks IX.
kafli skilji á, að maður skuli hafa flutt á brott allt sitt í fardögum,
og landeigandi eignist það, sem eftir vcrður þá, nema korn og hey,
þá hafi Pétur of snemma lýst lóðhelginni, á móti sáttarskilmálum,
og haldi Eyjólfur húsum sínum og heyi ákærulaust, en Pétur eignist
stokkaker í skemmunni, og 9 lausar spýtur við heytótt, er eigi er
sérlega nafngreint í sáttaskilmálunum; var það virt hálfan sjöunda
dal silfurs; — en að öðru leyti skal Eyjólfur laus við ákærur Péturs
í því máli. í málskostnað gjaldi Eyjólfur, sökum þess að hann kom
ekki til sáttafundar að Gili, 22 dali, og 4 til réttarsjóðs, innan 15
daga frá dómsins birtingu.
XVI. KAFLI
Brigðamál Eyjólfs
Litlu síðar en dómar þessir voru birtir, reið Eyjólfur til Geithamra,
til fundar við Sigurð stjúpfoður sinn; en þann vetur voru þau Pétur
Skúlason og Guðrún kona hans heimamenn á Þingeyrum, og höíðu
þó búnað nokkurn á Gili. Eyjólfur falaði Vaglagerði til kaups af
Sigurði, en hann synjaði. Skömmu síðar var það, að Pétur seldi Sig-
urði Gil aftur; sendi þá Eyjólfur ákæru yfir Sigurð stjúpa sinn, til
* Ámundi var elstur barna Halldórs prófasts; hann var um tíma við verslun á fsafirði, og
síðar sjálfseignarbóndi á Kirkjubóli í Langadal, og dó þar haustið 1881. Hann var seinni
maður Guðbjargar, dóttur síra Jóns Hjaltalíns skálds á Breiðabólsstað. - S. Gr. B.