Húnavaka - 01.05.1989, Síða 136
134
HUNAVAKA
sáttaleitarmanna í Tindaumdæmi, hinn 28. febrúar, Jóns prófasts
á Auðkúlu Jónssonar, biskups Teitssonar, og Þorleifs hreppstjóra
í Stóradal, og kvað hann hafa selt og skipt í makabýttum óðalsjörð
sinni, og ekki lögboðið sér áður; var sáttafundur hinn 20. mars. Gekk
ei saman, og var vísað til dóms. Síðan reið Eyjólfur norður á Kálfstaði
í Hjaltadal, fékk fylgd yfir Héraðsvötn, kom til Frostastaða, fann
Jón sýslumann fróða, Espólín, og bað ráðlegginga; haíði hann þá
þó sleppt sýslu, en við tekið Lárus sýslumaður Thorarensen. A Kálf-
stöðum bjó þá Gísli bóndi Ásgrímsson, er átti Þórdísi, dóttur Eiríks
prests Bjarnasonar í Djúpadal*, síðast á Staðarbakka, og keypti af
honum Grundarkot; vildi hann láta það fyrir Vaglagerði, fasteign
þá, er Pétur gaf fyrir Gil; en almæli voru, að einna fengminnst væri
þau af kotum í Blönduhlíð, og enginn jöfnuður hvorugs þeirra við
Gil, er búhöldur svo mikill haíði á setið, sem Jónas var, faðir Eyjólfs
og hans systkina.
En hinn 28. apríl var skrásett að Geithömrum samþykki Ingibjarg-
ar, móður Eyjólfs, með Sigurði bónda sínum á Gils-sölu, og vitnuðu
að neðan, að hún væri með fullu ráði: Klemens smiður, bróðir Jóns
Klemenssonar í Höfnum, og Guðmundur Helgason á Grund, stefnu-
vottar. Lét Eyjólfur áður stefna Sigurði bónda, hinn 11. apríl, til
Bólstaðarhlíðarþings, og fyrir því flýtt að semja samþykkisskrá Ingi-
bjargar á Gils-sölu. Birtu Sigurði stefnuna: Guðmundur á Grund,
og Árni bóndi Halldórsson á Ásum. Þingaði Blöndal þann dag í
Bólstaðarhlíð; voru meðdómsmenn: Arnljótur hreppstjóri, Þorsteinn
bóndi Ólafsson á Æsustöðum, bróðir Guðmundar á Vindhæli, Ólafur
bóndi Björnsson á Auðólfsstöðum*, og Jónas bóndi á Botnastöðum;
unnu þeir lögréttumanna- eða dómseið. Kom þar enn Ólafur á Litlu-
Giljá, og ætluðu flestir, að hann hvetti Eyjólf mjög fram í mál þetta,
og legði ráð á, er hin fyrri málin höfðu svo skeift farið, frá vörn
hans. Lagði hann fram stefnu, og sóknarskjal; leitaðist hann við að
* Síra Eiríkur, bróðir síra Hanncsar skálds á Ríp, var fyrst kapcllán síra Bjama Jónssonar
á Mælifelli, 1794-1809, bjó síðan cmbættislaus í Djúpadal um 16 ár; síðan var hann prcstur
á Staðarbakka, ogdó þar 27. fcbrúar 1843.-S. Gr. B.
* Ólafur á Auðólfsstöðum var mcrkis bóndi. Hann dó 1836; kona hans var Margrct Snæbjörns-
dóttir, prcsts í Grímstungu; voru þeirra synir: Síra Arnljótur Ólafsson á Sauðancsi, og Gísli
jarðyrkjumaður í Reykjavík, cr átti Sigríði Jónasdóttur frá Gili, bróðurdóttur Bjargar, konu
Eyjólfsjónassonar.-5. Gr. B.