Húnavaka - 01.05.1989, Page 137
HÚNAVAKA
135
sýna heimildarleysi Sigurðar, að selja Gil, óðalsjörð konu sinnar;
taldi það komið af óhreinni uppsprettu, og virtist mörgum það sann-
mæli vera, er hann átti hvorki barn með henni, né þurfti að borga
skuldir sínar; taldi hann, hversu löggjafar hefðu viljað styrkja óðals-
rétt manna, og hinna yngri barna, eða óðalborinna manna, ef mæður
þeirra gamlar giftust allungum mönnum; og ef sá mætti makaskipta
með millilagi þeirra óðals, mætti það ganga til þess, að eyddist óðalið,
því ekki væri til getandi, að Ingibjörg hefði viljað selja jörðina syni
sínum til óhagnaðar. Kvað hann Sigurð réttilega sóttan, og færði
til lagagreinir, sagði makaskiptabréfið ískyggilegt, og eftirmálann
ekki um bæta; og þær 35 spesíur, er Pétur hafði gefið, kæmi ei við
verði jarðarinnar, eða séu loftsjón, ein, og sjáanleg svik í tafli, og
ekki sé kaupbréfið merkara, en ósvarinn vitnisburður, krafðist hann,
að sala Sigurðar á Gili til Péturs dæmdist ógild, og Eyjólfi innlausnar-
réttur fyrir Grundarkot, er metist á móti Vaglagerði, og 15 ær, en
sé sleppt spesíunum, nema Sigurður sanni, að þær fylgi Gilsverði.
Einnig, að Sigurði dæmdist málskostnaður. Sigurður bóndi kom fyrir
rétt, og kvaðst sjálfur ófær að svara máli sínu, og því hafa fengið
Björn Ólsen á Þingeyrum. Kom nú Björn, og bað um frest til
morguns, að svara sóknarskjali Ólafs, og leyíði sýslumaður það.
Daginn eftir lagði Ólsen fram varnarskjalið. Vildi liann færa það,
er Ólafur vitnaði til Norskulaga, að kæmi til hjóna í óaðskildu félagi,
og mála kvenna, og næði það ei til Sigurðar bónda og Ingibjargar,
og sé Sigurður ranglega kærður, því makaskiptin séu gjörð með sam-
þykki konunnar, og sé rétt að sækja Pétur, eiganda Gils, en ekki
Sigurð, nema selt hefði fyrir lausa aura; segir hann selt hafa fyrir
óðal það, er meira var afgjald af, en af Gili, og vísaði enn til Norsku-
laga. Kvað Eyjólfur hafa of lengi dregið að lýsa brigð, ef lögmæt
skyldi vera; sagði hann lagagrein Ólafs meina ekkju, en ekki konu.
Eigi muni þau Ingibjörg heldur taka til þakka virðingu á Vaglagerði,
eða hann fyrir þeirra hönd; kvað og ekki minnst á velgjörninga Sig-
urðar við Eyjólf, er hann makaskipti við hann Selhaga, fyrir Skeggja-
staði, og seldi þrjú hundruð í Fjósum; og keypt mundi Eyjólfur hafa
fengið Gil, hefði hann ekki kælt geð stjúpa síns; telur hann sóknar-
skjal Ólafs með óþörfum útbrotum, og flækjum, og ekki þolandi,
og krefst, að Sigurður og kona hans verði saklaus fyrir makaskipti
Gils og Vaglagerðis, en Ólafur sektaður um að hafa eggjað hérað-
smenn; Eyjólfur dæmist þrætugjarn, en málinu sé vísað frá, sökum