Húnavaka - 01.05.1989, Qupperneq 140
138
HUNAVAKA
XVIII. KAFLI
Getið Strjúgs-Jóns og fleiri Húnvetninga
Strjúgs-Jón Sveinsson bjó nú á Strjúgi í Langadal; er hans oft
við getið í Húnvetningasögu. Reri hann jafnan suður á vetrum, og
var formaður í Keflavík. Þótti hann ærið okursamur, og átti mikla
peninga, og ýmsan auð annan.
Það haíði orðið, þá Jón var í veri, að brotin var upp skemma
sú, er hann átti á Strjúgi, og stolið bæði peningum og öðru. En
ei vissi Jón, er hann kom heim síðar, hvað mikið var. En nótt þessa,
er stolið var, heyrðu konur mannamál úti, og þóttust kenna, og sögðu
til Halldóri, er þá bjó á móti foður sínum; var hann einn karla heima,
og treystist því eigi út að ganga; það er og sagt, að þeir úti væri,
stingi staf í hring á bæjarhurðu, og léti ganga út yfir dyrastafi báða,
að slagbrandi. Sagt er, að þjófarnir mundi þrír, og getið til hverjir
vera mundi, þó ekki með fullri vissu.
Guðrún hét kona Jóns, ættuð af Skaga; var hún þá nýönduð, er
þetta varð; Sigríður hét dóttir þeirra, systir Halldórs; hennar fékk
sá maður, er Bjarni hét, Sveinsson, bónda eins, er bjó að Hólabaki
í Þingi, og bjó Bjarni fyrst að Hurðarbaki. Sveinn hét bróðir Bjarna,
en Guðrún hét móðir þeirra, og var Þorsteinsdóttir, kona Sveins
á Hólabaki; en hann var son Sveins gamla á Hólabaki og Ingibjargar
konu hans, er var fóstra barna Odds nótarius*. Höfðu þau hjón
verið að vistum með Oddi, áður þau fóru til Hólabaks, og Sveinn
sonur þeirra. Hann vildi læra galdur, og fékkst við það, en Oddur
notarius hafði komið að honum eitt sinn, er hann átti að vaka yfir
túni á vori, þar sem Draugatóft heitir, í Þingeyratúni, og orð lék
á, að draugur hefði verið settur niður í; var hann þar berhöíðaður,
og freistaði særinga, áður Oddur rak hann heim. Mælt er hann fyndi
hann öðru sinni, að hinu sama verki, í kirkjugarði, og berði þá á
honum. Síðan hafði Sveinn búið á Hólabaki, eftir íoður sinn, og
þótti mikill verrfeðrungur, því Sveinn fór með kukl jafnan, en faðir
hans var ráðvandur og vel látinn.
* Oddur, sonur síra Stcfáns Ólafssonar á Höskuldsstöðum, cn hálfbróðir Ólafs stiftamtmanns,
varð notarius við yfirrcttinn 1772, cn fckk Þingcyraklausturs umboð 1782, og dó í ársbyrjun
1804; hann átti Hólmfríði Pctursdóttur, sýslumanns í Múlaþingi; var citt þcirra barna Pctur
Ottescn, sýslumaður í Mýrasýslu, og annað Lárus, faðir Pcturs Ottcscn, Danncbrogsmanns
á Ytra-Hólmi. — S. Gr. B.