Húnavaka - 01.05.1989, Side 141
HUNAVAKA
139
XIX. KAFLI
Sass bjargar Strjúgs-Jóni
Það er frá Strjúgs-Jóni sagt, að hann reri'suður í Keflavík, sem
hann var vanur, og bar það til um vorið, að hann fór í hákarlalegu;
var hann maður fengsæll, á áttæring miklum, við 9. mann, og annað
skip reri úr Keflavík, Skagfirðingar á sexæring; voru fyrir honum:
Jón Eiríksson, húskarl Ara læknis á Flugumýri, og Eyjólfur frá Þverá,
góður formaður. Fengu þeir mikið landsunnan veður, og rak Strjúgs-
Jón til hafs; en þeir á sexæringnum hleyptu undan, og þó háskasam-
lega, og náðu sem nauðuglegast Hjörtsey á Mýrum. En frá Jóni
er það að segja, að hann lagðist við stjóra í rokinu, og lét róa fram
á öllum árum; höfðu þeir erfiði ærið, og vosbúð, og rak þó mjög.
Kom þá að þeim kaupfar að utan; var á því kaupmaður sá, er Sass
hét, er ætlaði til Reykjavíkur, og er hann sá hina íslensku menn
svo nauðuglega stadda, því 11 mílur voru þeir undan landi reknir,
vildi hann bjarga þeim, og lét koma festum á áttæringinn, og draga
að kaupskipinu, kallaði, og bauð íslendinga koma upp á skipið; fóru
þeir upp, og gekk heldur erfiðlega, sökum sævarólgu. Hrökk einn
íslendingur út, er hann vildi í skipstigann, og drukknaði; sá var
skagfirskur, og hét Jóhann, son Erlendar Hjálmarssonar, en bróðir
Páls prests Erlendssonar á Brúarlandi. Sass spurði þá, hvort sá hefði
kvæntur verið, er út hrökk. Var því neitað, og mælti hann: „Saa
lad ham gaa!“ Ætla menn hann vildi freista að bjarga honum, ef
hann heíði átt konu og börn, þó lítil eða engin væri líkindi þess;
en er allir voru upp komnir, nema Strjúgs-Jón, tók hann skrínu sína,
og vildi koma henni upp á undan sér; var í hénni nesti hans, og
nokkuð af peningum. Sumir sögðu nær 70 dölum, en sumir héldu
miklu minna. — Vildi Sass ekki taka við henni; var það og allóhægt;
þá ætlaði hann hvergi að fara upp, þar til kaupmaður greip öxi,
og lést mundi höggva strenginn, er hélt áttæringnum, og mælti: „Lad
din helvedes kasse gaa væk!“ Þorði Jón þá ekki annað, en koma.
Kaupmaður ætlaði að hafa skip íslendinga á eftir, en fyrir því það
hefti mjög skriðið, hjuggu þeir það af sér, en veittu íslendingum
aðhjúkrun góða, og fluttu til Reykjavíkur. Attæringinn rak löngu
síðar á hvolfi á Akranesi; en það þótti kátlegt, að skrínu Jóns rak