Húnavaka - 01.05.1989, Side 143
HUNAVAKA
141
þessa var gætt, tóku menn að gruna þá mjög um tökuna: Bjarna,
Jóhann og Pálma bónda, er Bjarni kallaði að sér helði bæði selt
og lánað matinn, og kom svo um haustið, að tekið var að prófa
mál þetta; þingaði Blöndal sýslumaður prófþing mörg. Bárust að
þeim Jóhanni líkur miklar, en engi þeirra gekk við; var þá þetta
kveðið í fréttabréfi:
Þremur borin sök er sú,
seggjum tals í hildi;
en þykist enginn þeirra nú
þjófur í lagagildi.
Dæmdi sýslumaður fyrir jól, að Jóhann gyldi hálfan málskostnað,
en þcir Bjarni og Pálmi hálfan. - Pálmi var vel fjáreigandi, jarðeig-
andi og gildur bóndi. Jóhann þótti jafnan viðsjáll, en vinur var hann
vina sinna, gestrisinn og veitull, og heldur slægvitur.
XXI. KAFLI
Frá Bjarna Strjúgs-mági og Strjúgs-Jóni
Arnljótur bóndi á Guðlaugsstöðum bað til handa syni sínum,
Guðmundi, Elínar, dóttur Arnljóts hreppstjóra á Gunnsteinsstöðum,
og Guðrúnar konu hans, Guðmundsdóttur auðga í Stóradal; var hún
heitin Guðmundi; þau voru bæði einbirni. En það var mælt, að Bjarni
Strjúgs-mágur leggðist á hugi við hana, því Sigríður kona hans var
önduð. Sögðu menn, að Bjarni vildi kukl við hafa; var það og einn
sunnudag eftir messu, að rún nokkur, blóði roðin, fannst í söðulsessu
Elínar; var henni smeygt á blaði inn undir sessuverið, og sprett lítið
til. Arnljótur faðir hennar vildi mjög eftir komast, hver gert heíði,
var bermæltur, og bar á Bjarna; en nokkru síðar var það mælt, að
húskarl Arnljóts hefði gert það, sá er Sigurður hét Benediktsson,
frá Hróarsdal í Hegranesi, og þótti það kynlegt. Gátu sumir menn
til, að Bjarni heíði fengið hann til að játa því á sig, og þorði Sigurður
ekki frá því að segja. Vildi Bjarni þá hefja mál á Arnljót; var sátta-
fundur lagður; gekk lengi ekki saman með þeim, en þó kom svo
að lyktum, að Arnljótur þægði Bjarna ríflega, að sagt var; var að