Húnavaka - 01.05.1989, Qupperneq 144
142
HÚNAVAKA
sjá, sem Bjarni dirföist við það. Síðan fékk Guðmundur Elínar; þá
var þetta kveðið í fréttabréfi:
Fékk Guðmundur metið sprund Elínu,
einlægt munu að ástum vernd,
Arnljótunum bæði kennd,
vestansögur varla bögum reiri;
smátt varð rúnar rauðu lið,
riftaði hún ei gjaforðið.
Fór Guðmundur að búa á Gunnsteinsstöðum; var hann vel að
sér, bókbindari og góður drengur.
Síðar var það öðru sinni, að skemma Strjúgs-Jóns var rofin, og
stolið þaðan mörgu, mat og peningum nokkrum; en svo hafði Jón
þá dulda, að þjófum varð aldrei kostur á, að ná meginsjóði hans;
var það síðan, að Níels skáld Jónsson kvað stöku þessa:
Góss sitt ekki geymir strjált,
gamli Jón á Strjúgi;
holl er þjófum hreiður-álft,
halurinn maura drjúgi.
Hafa sumir sagt, að Níels kvæði vísu þessa við Jón sjálfan í sauða-
rétt. Nokkru síðar var það, að Strjúgs-Jón gekk eitt kveld, erinda
sinna, skammt frá bænum. Hlupu þá að honum tveir menn, tor-
kenndir; greip annar til hans, og færði hann á kaf í Strjúgslæk, og
hélt honum niðri, því lækurinn var lítill; þá mælti sá, er hjá stóð:
„Því stígur þú ekki á hálsinn á honum, helvítinu því arna!“ Kváðust
þeir mundu skera Jón ofan í lækinn, nema hann segði þeim til pen-
inga sinna. Hann hræddist, og kvað Arnljót á Gunnsteinsstöðum
geyma þá innsiglaða; þá slepptu þeir honum. Jón var gamall, og
kviðslitinn, þar með lítilmenni, þótt auðsæll hefði hann verið, og
fengsæll á sjávarafla, og þótti mörgum undarlegt, að hann flýði ekki
úr Langadal.
Hann fór í sauðarétt að Stafni um haustið; hafði hann þá lykla
sína í malpoka sínum, undir höfði sér á nóttum. En þá var stolið
lyklunum, með pokanum.
Það var og um kveld, er Jón reið yfir Svartá, og ílutti hest sinn