Húnavaka - 01.05.1989, Síða 145
HUNAVAKA
143
yfir í Oka, með öðrum mönnum, en íjöldi manna var á Eyrinni
hjá safninu, að þá var kastað steini að honum, og kom á lend hesti
hans, og brátt öðrum; snart sá við handlegg Jóni. Sögðu sumir, að
Bjarni mágur hans heíði kastað öðrum, en húskarl Bjarna öðrum,
er Guðmundur hét, son Eiríks kalda.
XXII. KAFLI
Frá þjófnaði og Hólabaks-Sveini
Öndverðan vetur 1829, stóðu lyklar Strjúgs-Jóns í skemmuskrá
hans, þegar á fætur var komið. Höíðu þá enn orðið hvörfin úr skemm-
unni í þriðja sinn, og mátti kalla hana þá hroðna að nýju, stungnar
upp kistur, og ógjörla vissi Jón, hvað mikið hann haíði enn misst.
En er það spurðist, var þetta kveðið:
Hýrist Jón í hreiðri kjur,
hvað sem þjófar iðja;
enn þá missti, mjóleitur,
mauravarpið þriðja.
Getnað treysta mammons má,
margt þó vilji’ að skerpa,
hvernig sem þeir hreiðrið flá,
hættir hann ekki’ að verpa.
Jón grunaði jafnan Bjarna, dótturmann sinn, því slælega þótti
Bjarna af hendi greiddur heimanmundur Sigríðar konu sinnar, frá
Jóni, - og svo Svein, bróður Bjarna, því allfylgisamir voru þeir
bræður hvor öðrum.
Þennan vetur fór Sveinn suður með öðrum Húnvetningum; lágu
þeir margir til byrjar í Reykjavík, er ekki reru þar. — Sveinn gisti
að þeim manni, er Guðmundur hét, kallaður ,,Tukt“, og félagar
hans tveir Gvöndur son Eiríks kalda, og sá, er Jóhannes hét Bjarna-
son, frá Breiðabólstað í Vatnsdal. Guðmundur ,,Tukt“ léði þeim
herbergi nokkuð, en þeir stálu frá honum sængurklæðum, og fólu
í grjóti við sæ niður, og öðru fleiru, til 96 dala virðis. Ætluðu, að