Húnavaka - 01.05.1989, Side 148
146
HUNAVAKA
Það var nú drottinsdagskvöld á engjaslætti, að Eyjólfur bjóst að
fara í kaupstað, og Guðvarður bóndi með honum; en er þeir komu
til Bólstaðarhlíðar, var þar enn margt kirkjufólk. í því kom þar vest-
an frá Svínavatnskirkju Pétur Skúlason, og Guðrún kona hans; hafði
Pétur áður út borið um Eyjólf, að hann væri rekinn að sunnan, og
mætti ekki þar vera. En það hafði orðið um Pétur sjálfan, er hann
var um hríð, með konu sína, — fyrir okur og aðra varmennsku. Eyjólf-
ur gekk að Pétri, og bað hann sanna þá sögu sína, að hann væri
sunnan rekinn, ella heita lygari. Tóku þeir þá að deila, því ærinn
var fjandskapur með þeim; Pétur var á hesti, og reiddi hnefann.
- Eyjólfur kvað hann mætti nær ganga, ef hann skyldi æðrast fyrir
honum. Þá hljóp Pétur af baki, þó kona hans letti hann að fást
við Eyjólf, og tóku þeir saman, og féll Eyjólfur þrisvar, og þótti
mönnum kynlegt, hve fljótt að barst, þó Pétur væri sterkur vel; en
heldur var hann að líkindum valtur á fótum, er hann var mislangur
nokkuð til fóta. Skaut Eyjólfur nokkuð til votta, að sér væri jarðvarp-
að; Pétur stærðist, og kvað Eyjólf mestan í kjaftinum, en þreklausan,
ef reyna skyldi. Þeir Þverárdalsfeðgar, Einar og Guðmundur, voru
skammt þaðan, og furðaði þá, að Eyjólfur lá svo undir. Þá stóð Eyjólf-
ur upp í fjórða sinn, og bað Pétur ábyrgjast sig sjálfan, ef þeir fengist
lengur við, lést þá mundi gjöra, sem hann mætti. Pétur kvað ei mundi
til saka. Eyjólfur var á skinnhosum þeim, er bússur kallast. Hann
hóf Pétur upp harðlega, og lagði ásamt á hann leggjabragð óþyrmi-
legt, svo fótur Péturs hrökk úr ökklaliði, en klofnaði leggjarhöfuðið.
Fékk Pétur fa.ll mikið, og æpti við hátt; Eyjólfur kvað illa orðið,
að hann meiddist, og bað menn duga honum; kvað grimman hund
oft fá rifið skinn, og svo færi Pétri; Pétur kvað hann mæla fals eitt
og skapraunarorð; en Guðrún, kona Péturs, hljóp af baki, og barði
með keyri um höfuð Eyjólfi, og illyrti hann; ekki andæpti hann því,
og fór leiðar sinnar; en Pétur varð fluttur nauðuglega heim að Gili.
Var þá sent eftir Ara lækni á Flugumýri; reið hann vestur, og gerði
við fót Péturs. Eftir það var lagður sáttafundur að Gili, og var við
Blöndal sýslumaður, og frændur Eyjólfs. Vildi Pétur hafa hálf
manngjöld, en Eyjólfur ekkert gjalda. Sýslumaður fýsti mjög sátta,
og svo frændur Eyjólfs, Þverárdalsfeðgar, Klemens smiður Klemens-
son í Bólstaðarhlíð, og kom svo, að hver þeirra hét að gjalda Pétri
eitt hundrað fiska, og varð sú sætt, en Eyjólfur galt ekki fé, og þakkaði
þeim frændum sínum að engu fjárútlátin til Péturs.