Húnavaka - 01.05.1989, Page 151
HUNAVAKA
149
búinn. Sýslumaður lagði það til, að menn mætti óstefndir, úr Hlíðar-
þinghá; nefndi til Eyjólf Jónasson, er þá var í Selhaga; Bjarni kvað
undarlegt, að sýslumaður vildi kalla til vitnis þann mann, er svo
mikið illmenni væri, að einskis mundi svífast, ef svo bæri undir.
Sýslumaður kvað óvíst, hver mestur óaldarmaður væri, eða illmenni,
ef sannleikur kæmist upp.
XXV. KAFLI
Bjarni leitar ljúgvitna - Vottorð Eyjólfs
Meðan á þingi þessu stóð, kom kona sú að Selhaga, er Halldóra
hét, dóttir Þramar-Fúsa, og Valgerðar einnar, Skeggjastaðasystkina;
voru þau Halldóra og Eyjólfur Jónasson systrabörn. Kom hún að
Selhaga um kveld, og reið hesti Strjúgs-Bjarna. Spurði hún að Eyjólfi,
og vildi finna hann; Eyjólfur lést ekki vita erindi hennar, og var
lítt um gefið, því hún haíði viljað kenna honum áður barn eitt, þó
hún léti af því síðar. Bað Eyjólfur Guðvarð bónda standa í dyrum,
og annan heimamann, að heyra það hún mælti; en hún bar Eyjólfi
kveðju Bjarna, og fékk honum spesíu, sagði að hann sendi honum,
og bað hann, að bera sér ekki mótvitni. Eyjólfur tók við, og spurði,
hversu hann mætti að því fara? Halldóra mælti: ,,Hann hélt þú færir
sem næst um það!“
Eyjólfur reið heiman um morguninn, og tók Guðvarð með sér.
Komu þeir til Gunnsteinsstaða, fór síðan á fund sýslumanns, er tók
hann í eið; og það sór Eyjólfur, að Strjúgs-Bjarni heíði falað að sér,
að drepa þá Arnljót hreppstjóra og Strjúgs-Jón, en hann skyldi drepa
Pétur Skúlason fyrir Eyjólf, og leggja 10 spesíur milli. Gvöndur
Brandsson bar og það, að Bjarni hefði falað að sér, að drepa Strjúgs-
Jón, og boðið sér til 10 spesíur; mundi best að kyrkja hann; mundu
þá allir ætla hann bráðdauðan orðið hafa. Fleiri menn báru það
með Eyjólfi, að Bjarni vildi kaupa af sér ljúgvitni, eða þá að leyna
nokkru. Urðu tvísaga mörg vitnin, og hvergi vita menn þess dæmi,
að jafnmargir, úr svo lítilli byggð, hafi verið búnir til meinsæris fyrir
eitt illmenni, sem Langdælir voru þar. Erlendur Guðmundsson frá