Húnavaka - 01.05.1989, Page 152
150
HUNAVAKA
Móbergi sagði aldrei hið sama, og þó allt í vil Bjarna; svo fór og
Kort, syni Miklagarðs-Jóns, og Sigríði Þórðardóttur, konu Korts,
er málið reis af, sem segir í Húnvetningasögu; voru ærnir dáleikar
með Bjarna og Sigríði. Kom svo, að sýslumann furðaði mjög vand-
ræði þau, er á voru vitnisburðum manna. Sögðu það þeir menn,
er á þinginu voru, að sýslumanni yrði skapbrátt, þrifi í barm Korts,
og segði: ,,Ljúg þú nú ekki!“ Þó sögðu það sumir, að honum yrði
að orðum, „Ljúg þú nú!“ og þótti enginn kostur að fullglöggva sig
í máli þessu; svo voru vottorð vitnanna öndverð og ósamkvæm.
XXVI. KAFLI
Prófþing í Skagafirði
Blöndal sýslumaður ritaði nú Lárusi Thorarensen sýslumanni
Skagfirðinga, að prófa mál þetta, fyrir því að dróttað hefði verið
að Holtastaða-Jóhanni, þá hann keypti ær í Skagafirði um vorið;
átti að vita, hvort satt reyndist, að hann hefði keypt svo margar
ær, sem hann kom með vestur, því að mælt var, að 3 ær hyrfu í
Vatnsdal, er hann fór norður. Hafði Jóhann keypt ærnar í Blöndu-
hlíð. Stefndi Lárus sýslumaður þá prófþing að Stóru-Ökrum í
Blönduhlíð; fannst þá við prófið, að á stóðst með ærfjölda þann,
er Jóhann hafði keypt, og hann kom með vestur; en upp kom heldur
varmennska um Bjarna.
Maður hét Björn Einarsson, frá Ysta-Vatni; var hann húskarl Jóns
prests Eiríkssonar, er bjó að Brekku við Víðimýri, aðstoðarprestur
Magnúsar prests í Glaumbæ; var hann einn stefndur á prófþingið,
og bar það, að hann sá Bjarna, á norðurleið, úr veri sunnan, með
öðrum, er Guðmundur hét, er þá var kominn að vistum undir Jökul
vestur, — stinga upp kistil Strjúgs-Jóns, er einn var í forinni, og tóku
úr peninga, meðan Jón, og maður með honum, fóru fyrir hestana;
voru þeir við tjald, og lá Björn úti fyrir, því hvíldur var hann, meðan
þeir Jón sóttu hestana.
Halldóra Fúsadóttir, sú er Bjarni sendi á fund Eyjólfs, var ekki
fús til þinga, og vildi ekki vitna, þrætti hún lengi harðlega, og sór
við; kvaðst sjálf hafa gefið Eyjólfi spesíuna; en þó kom svo um síðir,
að hún meðgekk, að Bjarni hefði sent sig með spesíuna, sem Eyjólfur