Húnavaka - 01.05.1989, Page 155
HUNAVAKA
153
en er það tókst ekki, né heldur fengi hann náð dyrastafnum, er hann
reyndi til þess, þrýsti hann sér á dyrnar, með svo miklu afli, er
hann fékk við komið, svo önnur járnlokan datt úr, en hin kengbogn-
aði; furðaði það marga, því enginn var hann kraftamaður; hugði
hann þar allt fólk í svefni; voru þaðan engar dyr til svefnherbergis
Strjúgs-Jóns; tók hann kistil við rúm Guðrúnar ekkju Þorsteinsdótt-
ur, og fór burt með; voru í honum 50 dalir í peningum, og annað
smálegt í fémunum. Síðan var það, að Strjúgs-Jón keypti afjóhanni
á Holtastöðum, að vita hver stolið hefði. Gat hann það, því peningar
sáust hjá Jóni Ólafssyni; fékk Jóhann veitt hann í orðum, svo upp
komst. Dæmdi Blöndal honum þrælkan ævilanga; varð honum það
að þyngri refsingu, að hann haíði brotið hús, til að ráðast til stulda,
í svefnherbergi á nóttu. Staðfesti landsyfirréttur þann dóm, og svo
hæstiréttur, og var Jón Ólafsson utan fluttur, og var þar langa hríð.
XXVIII. KAFLI
Lát Glímu-Bjarna, og málalok Strjúgs-Jóns
Glímu-Bjarni Gíslason, sá áður er getið, var nú húsmaður á As-
geirsá í Víðidal. Magnúsmcssu fyrir jól, kom Hellulands-Þorlákur
norðan, að finna hann, og þág af honum greiða; vildi hann til Víði-
dalstungu. Þar bjó þá Jón stúdent Friðriksson, prests Þórarinssonar;
Bjarni vildi fylgja Þorláki, og fór í nærbrók einni, og snöggklæddur.
Frost var á mikið og heiðríkja. - Komu þeir í Víðidalstungu, og
var veitt brennivín, vildi Bjarni heim um nóttina, en Jón stúdent
bauð honum gistingu, og tjáði það eigi. Kallaði löðurmannlegt, að
gista á næsta bæ í björtu veðri, og logni, að erindislausu, og fór
hann, en fannst síðan dauður á grúfu, frosinn niður, undir brekkum
fyrir framan Asgeirsá.
Nú hafði verið oft þingað í máli Strjúgs-Bjarna, en hann bar móti
öllu, sem um hann vitnaðist, og meðgekk aldrei neitt; urðu og vitni
mörg ósamhljóða, eða tvísaga; var honum dæmdur málskostnaður
allur að lyktum; urðu og sekir um tvísægan vitnisburð, og dæmd
hýðing, Erlendur Guðmundsson frá Móbergi, og Kort, son Mikla-
garðs-Jóns. Fluttist Bjarni síðan það vor til Örlygsstaða á Skaga-
strönd.