Húnavaka - 01.05.1989, Síða 157
HUNAVAKA
155
fram hjá með vinnukonu sinni; urðu það tvíburar; hétu hvorutveggi
Ingibjörg, og kölluðu menn hina frumbornu ,,hæversku“; var hún
aldrei við karlmann kennd. Ingibjörg önnur giftist manni þeim á
Skaga, er Jón hét; bjuggu þau á Selá; voru þeirra synir: Þorkell,
kallaður ,,háfi“, Andrés og Jóhann. Ingibjörg systir hennar lét, sem
hún forðaðist karlmenn. Bar það og til, að hún var kölluð hin ,,hæ-
verska“, að eitt sinn, er hún kom í Höíðakaupstað, spurði hún, hvort
þar væri ekki til sölu andlitsþurrka! Þótti þetta hlægilegt, að hún
vildi ekki nefna þurrku einungis. Ráðvönd og fáskiptin var hún, og
um sextugt, er hér var komið; var hún lengstum sjálfrar sinnar, og
bjó nú ein í Auðkúluseli, fram af Sléttárdal.
Pétur Skúlason hafði nú haft jarðaskipti á Langamýrarparti, við
þann er Björn hét, og bjó nú Pétur á Höllustöðum. Þá var það,
að Pétur kom í selið til Ingibjargar, og oft haíði hann fundið hana
áður, að því hún sagði, og viljað eiga leik við hana. En síðan, er
hún var vör Péturs, að hann mundi koma í selið, læsti hún dyrum,
og bar grjót á, innan hurðar. Töluðust þau við, og sagði hún hann
hefði heitið, að finna sig síðar, og fara þá ekki erindislaust; enti og
Pétur það seinna, (1836) og varð hún þá vör Péturs, er hún fór
til kinda sinna. Tók hún þegar á rás, en hann reið á eftir, og gat