Húnavaka - 01.05.1989, Page 158
156
HUNAVAKA
átt leik við liana í ílá nokkurri. Bar hún það á hann síðar, að þar
heíði liann nauðgað sér, eftir harða aðsókn, og þar næst viljað
þröngva sér til að sverja það, að segja það engum, og vildi til þess
halda upp hendi sinni. Sást til þeirra nokkuð frá Stóradal, af
mönnum er úti voru; þar bjó Þorleifur hreppstjóri Þorkelsson, og
sendi hann til þeirra Jóhannes Guðmundsson, húskarl sinn, einn
Móbergs-systkina. Kom þá og annar húskarl frá Stóradal til þeirra,
Þórður, kallaður sterki. Pétur sleppti henni þá; bar Þórður síðan,
að Pétur heíði verið lausgirtur, og segir gjör af máli því, er af gjörðist
viðureign Péturs og Ingibjargar.
En það er af Pétri að segja, og Birni Þorvaldssyni, að ekki samdi
þeim lengi um jarðakaupin; vildi hver taka sína jörð aftur; en áður
Pétur flutti um vorið á Langamýrarhlutann, þá gjörði hann til kola
í Höllustaðalandi, og gjörði svo mikið að, að Björn stefndi honum
til sáttafundar, og kærði landusla, en Pétur bar það á móti, að grjót
hefði Björn borið í Langamýrartún, og var sú hæfa til, að grjót halði
verið á sæti, lítið eitt, en ei verið brott fært; og var það látið mætast.
Margt léku þeir fleira við.
XXXI. KAFLI
Nauðungarmálið
Frá því er nú að segja, að Ingibjörg hæverska stefndi Pétri Skúla-
syni, til sáttafundar, því kært haíði hún vansa sinn fyrir Þorleifi
hreppstjóra í Stóradal, og bar á Pétur nauðung við sig; varð sættum
á komið, með því að Pétur galt henni 4 spesíur, fyrir misverknað
við hana, og kvaðst gera það einasta til friðar. En réttvísinnar vegna
birti hún sökina Blöndal sýslumanni, að ráðum Ólafs á Giljá Björns-
sonar; en hann sendi Bjarna amtmanni Thorarensen þá birtingu,
er nú bauð að prófa mál þetta, og grennslast eftir fyrri hegðun Péturs;
var síðan þinga tekið á málinu. Báru nú mörg vitni margt ósæmilegt
um kvennafar Péturs. Gróa nokkur, er var griðkona Þórðar Svein-
björnssonar, landsyfirréttardómara í Reykjavík, hafði kvartað yfir
því, að Pétur hefði haft alla nauðgunartilraun við sig, þá hún var