Húnavaka - 01.05.1989, Page 159
HUNAVAKA
157
kaupakona á Ytri-Langamýri, hjá Stefáni bróður Sölva bónda á
Syðri-Langamýri; var það prófað syðra; vitnaði hún, að Pétur hefði
gjört sitt frekasta til, en hefði svo drukkinn verið, að ekki gat hann
fram komið vilja sínum, áður kona hans kom til; og það sór hún.
Ólöf Halldórsdóttir, kona Stefáns á Langamýri, systir Guðrúnar
konu Péturs, vitnaði, að tekið hefði hann sig höndum, uns hún fengi
slitið sig af honum. En það vitnaði kona sú, er Kristín hét, og var
gift manni þeim er Arni hét á Múla, að þá hún hefði heima verið
á Lækjamóti, með foður sínum, hefði Pétur mætt sér um kveld, á
leið nálægt Þórukoti, og snúið til baka með sér, en Guðmundur foður-
bróðir sinn, er með honum væri, riði heim á hlaðið; tæki Pétur sig
af baki, og vildi nauðga sér, en Guðmundur sæi til þeirra, kallaði
á Pétur, og sleppti hann þá, því Guðmundur, er kallaður var Lækja-
móts-Gvendur, var afar harðgjör, ekki síst við öl; var hann einn
af bræðrum Hólmfríðar, fyrri konu Péturs. Sóru allar þessar konur
vitnisburði sína.
Guðfinna hét kona, dóttir Jóns Tíkargjólu í Skildinganesi; var
hann svo kallaður af sjósókn sinni, mikilli, fyrir því að jafnan kallaði
hann storma tíkargjólu. Guðfinna hafði fiust norður í Skagafjörð;
ætlaði þá fyrst að fá hennar Páll, hraðskáld, Þorsteinsson frá Reykja-
völlum, Pálssonar silfursmiðs á Steinsstöðum; en fyrir því frændur
hans spilltu því, þá varð eigi af því. Síðan fékk hennar sá maður,
er Sveinn Eiríksson hét; bjuggu þau síðan að Miðhúsum, Stóru-Akra
hjáleigu einni. Því orði hafði verið á komið, einhvern tíma fyrrum,
að Pétur heíði nauðgað Guðfinnu, og hún borið fyrir, að frá hefði
sagt. Beiddi Blöndal sýslumaður Lárus sýslumann, að prófa, hvað
um slíkt mundi sannast. Stefndi Lárus sýslumaður henni þá út að
Enni á Höfðaströnd, heimili sínu; en hún kvað þeim báðum hafa
það saman komið, og felldi sá vitnisburður ekki Pétur; vita menn
ei, hvort Pétur hafði keypt af henni yfir að þegja, eða hún vildi
að engu ákæra hann. Hafa þingvitni þau sagt, er við voru, að svo
færist þeim sýslumanni orð, er hann spurði, hvar fundum þeirra
bæri saman? Kvaðst hún verða að svara hispurslaust, er hann spyrði
svo grandgæfilega; var það í moldgili litlu, milli Þorleifsstaða og Mið-
húsa; en áður hafði hún ekki viljað þýðast hann, á balanum fyrir
ofan Róðugrund, í hlé við hestafætur, um hádegisbil; - en það sögðu
þingvitnin, að ekki færði sýslumaður þau svör hennar til þingrits.
En það var á prófþinginu, að Blöndal spurði Ingibjörgu að því,