Húnavaka - 01.05.1989, Blaðsíða 160
158
HUNAVAKA
hvað langt Pétur kæmist að verki því, að nauðga henni? Svaraði
hún þá: „Það kann ég ógjörla vita, því ég hefi aldrei karlmann
kennt.“ Ætluðu menn henni ganga meir hæverska til, en óforsjá.
Ólafur á Litlu-Giljá sótti Pétur fyrir hönd Ingibjargar, og er sagt
hann hlííðist ekki við, en Pétur kallaði ólög ein við höfð. Er þá mælt,
að Blöndal sýslumaður segði eitt sinn við Pétur, að alllíkur væri
hann nauti sínu, er mest sækti á kerlingar, því boli var mannýgur;
það var þá öðru sinni, að sýslumaður endurspurði Ingibjörgu um
nauðung Péturs við sig. Svaraði hún þá, að ekki mundi honum hægt,
að framkvæma það fremur, og var til getið, að Ólafur talsmaður
hennar heíði ráðið henni að svara því, en sýslumanni ekki þótt
fullsamkvæmt því, er hún hafði áður til þess svarað. Þeir Þórður
sterki báru það, að upp héldi Pétur hendi Ingibjargar, og hann væri
lausgirtur, er að þeim var komið. Kallaði Ólafur það sanna allan
framburð Ingibjargar, að af henni vildi hann taka eið, yfir að þegja,
og víst heíði hann hleypt brókum; en Pétur kvað engar þær sannanir
af hendi Ingibjargar, að af henni vildi hann taka eið, yfir að þegja,
eða er sannað gæti löglega nauðung, hvorki klæðarif né annað; og
því hefði hann haldið upp hendi hennar, að hann hefði beðið hana,
að segja sér til landamerkja. Þegar sýslumaður spurði: hví Pétur
væri lausgirtur, þá svaraði Pétur: ,,Með leyfi, herra sýslumaður, ef
þér viljið vita það, þurfti ég að skíta!“ Gramdist Ólafi af því, að
Pétur slapp í máli þessu með því, að gjalda 47 ríkisdali í málskostnað;
en ekki treystist Pétur að skjóta því máli lengra; kölluðu menn það
yrði þó allkostbært, að afmeyja Ingibjörgu hæversku, sextuga; - er
þessa máls getið í fréttabréfi, og svo þess, að í Þingeyjarþingi nauðg-
aði maður sá, er Friðfinnur hét, meyju einni 9 vetra, er síðan var
dæmdur til þrælkunar ytra, og er svo kveðið:
Skálkapar ef prófað spyrði.
Péturs vexti lostans í;
skárra var með öllu’ að yrði
Imba sextug fyrir því.
Lög þó hreinu láti bannað
losta stjá það aldeilis,
hafði’ hún beinin, allt og annað,
ætla má, til samræðis.