Húnavaka - 01.05.1989, Page 163
HÚNAVAKA
161
Bjarni Strjúgs-mágur haföi verið að vistum með Sigurði hrepp-
stjóra Arnasyni í Höfnum, eftir það hann fór frá Orlygsstöðum, og
fékk þá gott orð, öndvert því er áður haföi verið, en fór nú að búa
aftur á Strjúgi, með Guðrúnu Þorsteinsdóttur, móður sinni, því áður
haföi hann þar búið móti Jóni mági sínum. Jón hét sonur þeirra
Bjarna og Sigríðar, er nú var önduð fyrir nokkru, og átti sveinninn
að erfa Jón afa sinn. Það er mælt, að Bjarni væri ekki harðdrægur,
um skuldaheimtur eftir Strjúgs-Jón, og sagði það mundi ekki hafa
allt verið rétt fengið, er hann átti hjá fátækum, en margir voru honum
allskuldugir; var og almæli, að Bjarni gæfi þær nálega allar eftir,
og þótti það mikið bæta ráð hans.
Þetta sumar andaðist Guðrún Pétursdóttir, og var þá fyrir búi
með Jóni á Hellu. Fékk hún gott orð í Skagafirði.
XXXIV. KAFLI
Drukknan þeirra Strjúgs-Bjarna
Strjúgs-Bjarni byggði þeim manni af Strjúgi, er Kristján hét,
Guðmundsson frá Vesturá, Höskuldssonar; átti hann Maríu Guð-
mundsdóttur, systur Danívals á Vesturá, en Sveinn, bróðir Bjarna,
bjó að Hólabæ, og átti Guðbjörgu, dóttur Ingimundar í Glaumbæ
í Langadal; var það nú hinn 14. desember 1844, að þeir bræður
og Kristján fóru til Geitaskarðs, að sækja kistu mikla, er þar haföi
seld verið fyrir 6 vetrum, á söluþingi; en er þeir bjuggust frá Geita-
skarði, kom utan úr kaupstað Hái Bjarni frá Kúfustöðum, og var
ölvaður, sem jafnan taföi fyrir þeim, og bauð brennivín. Er þó sagt,
að hvorugir þeirra bræðra drykki, nema Kristján þág lítið. Nýlýsi
var ekki, og máni fárra nátta*, en berangur, og ætluðu þeir að draga
kistuna á sleða fram Blöndu. Lárus Vormsson, bóndi á Geitaskarði,
er þá var hreppstjóri, - því þá haföi Jónas á Breiðavaði sagt af sér
hreppstjórn, — bauð þeim gistingu; kvað dimmt, þó gott væri veður;
Hallgrímur læknir studdi og að því, er þar bjó á parti, og jafnan
var hinn gestrisnasti, þótt ekki væri hann auðugur. En þeir kváðust
alkunnugir, og ekki mundi til saka; væri vök ein á ánni, er þeir
vissu hvar væri, út og niður frá Holtastöðum, og þar suður eftir;
var og til þess tekið, hvað Sveinn væri aðgætinn. Fóru þeir af stað,
n