Húnavaka - 01.05.1989, Page 164
162
HUNAVAKA
en hvernig sem það að barst, þá týndust þeir allir í vökinni. Fannst
að morgni kistan í henni, bundin á sleðann, en hattur Bjarna og
stafur á skörinni. Sá hana messufólk, vestan árinnar; var Steinsbiblíu
skræða í kistunni, og önnur af Vídalíns postillu. Ætla menn þá farist
hafa austan vakarinnar, og lent í bug hennar, en ekki séð til að
fara nógu langt fyrir hana; var það síðan, að Langdælir leituðu lík-
anna um tvo daga, og söguðu ísinn, en þess voru engar vonir, að
þeir mætti finna þau, því mælt er, að 6 álna djúp væri í vökinni,
og strengurinn afar straumstríður. Þótti þetta afar kynjalega hafa
að borið. Um drukknun þeirra kvað svo Skúli Bergþórsson á Veðra-
móti, í ljóðabréfi til Gísla Konráðssonar:
Dag fjórtánda desember
drakons viðir beða,
þrír, fyrir standa þurfti hver
þyngstum kistu sleða.
Laus við grönd í heitum ham
hver að reistu þéntur,
eftir Blöndu suður svam
svellvagn fyrir spenntur.
Beittu róli bragnar frá
bænum Geitaskarði,
þegar óljós yglda brá
ekki þjóðum sparði.
Enginn fann það færði stoð,
ferða tálma hraðann,
þvert fyrir manna bæn og boð
brutust allir þaðan.
Rekka snjöllu burt þá bar,
böls því skelfing lifir,
gríma að öllum völdum var,
vangurs hvelfing yfir.
* Tungl hcfir komið 9. descmber 1844, cftir ríminu. -5. Gr. B.