Húnavaka - 01.05.1989, Page 165
HUNAVAKA
163
Rúm sér hrauð það mannlegt mál
margs að heyrnarströndu,
þeir að dauðans daprir skál
drukkið hafi í Blöndu.
Kistan vök í veltast réð,
vatni búin safna,
þessum rökum mun ég með
metin sannleiks jafna.
Það var nokkru síðar, að María, ekkja Kristjáns, ól tvíbura, og
hétu þeir Kristján og Daníval. Síðan var það, þá Blanda ruddi sig,
að lík þeirra einhvers sást veltast fram með jakaburðinum, neðan
Engihlíðar. En það varð sumarið eftir síðla, að sá maður, er Kristófer
hét son Sveins á Hnjúkum, þess er úti hafði orðið, fann austan árinn-
ar, nær við ós út, lík þeirra Bjarna og Kristjáns; var Bjarni alklæddur
og óskaddaður, en Kristján ber, og af hendur og fætur. Tveim dögum
síðar fann Ólafur, prestur á Hjaltabakka, Svein óskaddaðan, bróður
Bjarna, vestan árinnar, þar gagnvart. Voru þeir allir jarðaðir á
Holtastöðum. Söng Þorlákur prestur Stefánsson yfir þeim úti, því
ærið var illur þefur af líkum þeim, er svo lengi höfðu í vatni legið.
Daði Níelsson var beðinn að setja þeim grafletur bræðrum, og getur
hann þess, að Bjarni hefði fjóra um fertugt, og ætti eftir aldraða
móður, og tvo sonu, en Sveinn 43 vetra, og ætti eftir unga konu,
og tvo sonu.
Viðbætir
Þegar Gísli ritaði sögu þessa, hafa báðir þeir Eyjólfur Jónasson
og Pétur Skúlason að líkindum verið á lífi, því meirihluti sögunnar
var í hinni löngu Húnvetninga sögu, — sem nú mun vera töpuð —;
en hana var hann búinn að rita alla norður í Skagafirði, áður en
hann flutti vestur, vorið 1850; en litlu síðar en hann var kominn
í Flatey, dró hann þessa sögu, og nokkrar fleiri, út úr Húnvetninga
sögunni, og breytti eða bætti litlu við, eftir því sem á stóð; en um