Húnavaka - 01.05.1989, Síða 166
164
HUNAVAKA
dauða þeirra Eyjólfs og Péturs hefir hann ekki vitað, eftir það hann
var íluttur að norðan. Ég hygg, að þeir hafi báðir dáið á Suðurlandi.
Hefir Eyjólfur líklega verið áhangandi eða í skjóli Einars bróður síns,
borgara í Reykjavík, sem átti Margréti Höskuldsdóttur frá Bústöð-
um. Heyrt hef ég, að Pétur Skúlason hafi að síðustu verið kominn
upp í Mosfellssveit, og þó verið orðinn lasburða, og hefir hann víst
dáið syðra.
Margt af því fólki, sem kemur við söguna, var merkisfólk, svo
sem hin kynsælu Skeggsstaðasystkin íoðursystkin Bjargar, konu Eyj-
ólfs Jónassonar. - Sigurlaug, systir Eyjólfs, var seinni kona Sigurðar
hreppstjóra Arnasonar í Höfnum; - voru þeirra börn: Elísabet, rnóðir
síra Lúðvígs Knúdsen á Þóroddstað, - og Árni hreppstjóri í Höfnum,
faðir síra Arnórs á Felli í Kollafirði, — Margrét systir Eyjólfs Jónas-
sonar og Guðmundar í Þverárdal, bróðir Bjargar, voru merkishjón,
og bjuggu lengi í Þverárdal; var þeirra son síra Jónas Guðmundsson
á Skarði á Skarðsströnd. Jónas, bóndi á Gili, faðir þeirra Eyjólfs,
var í móðurætt kominn af síra Jóni Þorgeirssyni á Hjaltabakka, íoður
Steins biskups.
Sighvalur Grímsson Borgfirðingur.
* * *
SPANNARHÁTT OG LJÓSGRÆNT Á LIT
Það gras sem kallast brönugrös vex í fjallahlíðum móti sólar undirgöngu. Það er
spannarhátt og ljósgrænt á lit og vaxa mörg upp af sömu rót. Þau hafa mikinn legg
neðan og er hann loðinn sem skarifífill en lauf eru upp eftir leggnum og upp úr
kollinum er rautt fræ sem korn. Um þetta gras er í gömlum fræðibókum skrifað að það
hafi þá náttúru að ef það er i hvítu silki látið liggja undir kvenmannshöfði eður kodda
svo hún sofni þar á, þá fær hún stóran kærleika til þess manns sem því olli. Þetta gras
á að takast á Jónsmessunótt með fjöru sjávar.
Brönugrös hafa menn haldið ykju ástir milli karla og kvenna og hefðu frjóvgunar-
kraft.
Þjóðsögur Jóns Árnasonar.