Húnavaka - 01.05.1989, Page 172
170
HUNAVAKA
Guðmundur bóndi í Holti spurði eitt sinn Gvend að því hvers son
Egill Skallagrímsson hefði verið. „Það er ekki von að ég viti það. Það er
munur með þig sem hefur verið að lesa söguna.“
Eftir að Magnús Guðmundsson ráðherra var fluttur suður til
Reykjavíkur, en hann var áður sýslumaður Skagfirðinga, þurfti
Gvendur að fara suður til að finna hann, enda sem Magnús hafði eins
og öll þau systkini gert vel til Gvendar. Fer nú Gvendur suður að vori
til ríðandi á Skjóna. En er suður kemur er hann í vandræðum með
hestinn. Magnús vísar honum til einhvers manns sem hafði umsjón á
girðingu sem höfð var fyrir hesta er Stjórnarráðið átti. Fær hann þar
haga fyrir hestinn. En er Gvendur kemur heim til Magnúsar aftur er
hann kominn upp í Stjórnarráð. Kemst Gvendur þar alla leið inn til
hans og segir: , Jæja góði. Nú er ég laus við Skjóna. Eg kom honum inn
í ráðið.“
Þó Gvendur væri mjög myrkfælinn, þá voru hans uppáhaldssögur
allar draugasögur og vildi stauta þær upphátt fyrir fólk og þótti
mörgum gaman að. Eitt sinn var Gvendur staddur í Gafli í Svínadal
og var að lesa magnaðar draugasögur. Segir þá Jóhann bóndi við
hann: „Alveg er ég hissa á þér, Gvendur, eins greindur maður og þú
ert, að þú skulir vera að lesa þessa árans vitleysu.“ „Heldur þú kannski
að þeir væru að prenta þetta ef það væri ekki satt,“ sagði Gvendur.
Síðustu æviár Gvendar var hann einsýnn — missti annað augað.
Eins var með Skjóna hans að hann missti líka annað augað. Fer þá
Gvendur að tala um það við kerlingu sem var á Auðkúlu að nú verði
hann að „slá af“ þann skjótta, því „ekki setji hann á vetur einsýnan
hestinn.“ „Þetta lifir þú og ert þó einsýnn,“ segir kerling. En Gvendur
var fljótur til svars og segir: „En hvað góða, þar sem ég sé jafnvel með
því eftir sem áður.“ Auðvitað átti hann við að hann sæi eins vel með
auganu sem eftir var.
Síðustu ár ævinnar var Gvendur þurftarmaður Svínavatnshrepps.
Þjáðist hann mjög af brjóstveiki, enda tók hann allmikið munntóbak
alla ævi. Fyrst var Gvendur á sjúkrahúsi á Blönduósi. En það sagði
hann um þá veru sina: „Að það væri seintekinn gróði að liggja á
spítala.“ En síðar var hann fluttur á sjúkrahús Sauðárkróks og and-
aðist þar laust eftir 1920 að mig minnir.
Ég held að það sé óhætt að fullyrða að margir einstaklingar hafi
saknað Gvendar því engan vissi ég þann sem ekki var vel til hans.
Guðmundur póli var ekki mikill fyrir mann að sjá. Hann var enn