Húnavaka - 01.05.1989, Page 175
HUNAVAKA
173
Stundum kom Gunnar frá kvörninni eða einhverju öðru sem hann
var að gera og kallaði fólkið saman og bauð því að syngja og tóna fyrir
það, sem flestir vildu. Er hann hafði lokið því spurði hann áheyrendur
hvort þeir vildu ekki þægja sér eitthvað fyrir skemmtunina. Ef hann
var svo spurður hvað hann gerði sig ánægðan með svaraði hann: „Það
er alveg nóg svona 2 aurar.“ Margir fengu honum þá 2 aura, en aðrir 5
aura eða jafnvel 10 aura en það fannst honum fullmikið og var tregur
við að taka.
Hann var alls staðar vel liðinn þar sem hann kom en hann kom ekki
nema á suma bæi og þá helst að hann hefði í upphafi verið beðinn að
koma, t.d. til að mala. En þá var hann vís til að koma þangað árið eftir
líka og vita hvort hann gæti eitthvað gert, s.s. mala eða þæfa o.fl. Ef að
verkin sem hann var beðinn að gera voru á þrotum þá vildi hann
óvægur fara. Ef sagt var við hann, að honum lægi ekki á, var hann
vanur að segja: „Það er margt sem kallar að, svo sem hringjarastörf
min o.fl.“ Hann var hringjari í kirkjusókn sinni fyrir norðan og var
með afbrigðum góður enda af sumum kallaður Gunnar „hringjari“.
Eitt sinn var Gunnar staddur að Snæringsstöðum í Svínadal. Þar
bjó þá Páll Hannesson sem nú er á Guðlaugsstöðum. Gunnar hafði þá
atvinnu að mala korn. Þangað kemur þá Einar Grettir og er boðið inn
sem hann þáði. En er Einar sér stóran staf — stöng — þar í dyrunum,
spyr Einar hvort nokkur sé kominn. Er honum sagt að Gunnar tónari
sé kominn. „Hvern fjandann er hann að flækjast ræfillinn?“ segir
Einar. Einar fer þó inn og þiggur prýðilegar góðgjörðir. Gunnar fer nú
fram og sér þá aðra langa stafstöng vera þar komna og spyr hvort
nokkur sé kominn. Honum er sgat að Einar Grettir sé kominn. „Hvað
er hann að flækjast garmurinn?“ segir Gunnar. Er Einar hafði þegið
góðgerðir býr hann sig til að fara. Honum er boðið að vera en árang-
urslaust. Hann þarf að ná til næsta bæjar, Ljótshólum, í kvöld. Svo fór
Einar og var sagt að það hefði verið af því að hann hefði búist við að
verða látinn sofa hjá Gunnari.
En nokkru eftir að Einar er farinn, kemur Gunnar til Guðrúnar
húsfreyju og segist þurfa að skreppa ofan að Ljótshólum og skuli hún
ekki óttast um sig þó hann komi ekki aftur í kvöld, enda var myrkur að
vetrarkvöldi. Síðan fer Gunnar en ekki vissi hann annað en að Einar
væri kyrr að Snæringsstöðum. Endar svo með því að þeir koma báðir
að Ljótshólum og eru látnir sofa þar saman um nóttina. Að sjálfsögðu
hefir Gunnar farið aftur að Snæringsstöðum en sennilega ekki Einar á