Húnavaka - 01.05.1989, Page 186
184
HÚNAVAKA
setning er hann kallaði yfir fullan salinn í gamla samkomuhúsinu á
Blönduósi, en fleiri vildu inn komast og Húnavakan stóð yfir:
„Þjappið ykkur betur saman um miðjuna“ og varð nokkrum fleiri inn
komið. Var hent gaman að þessu, en atburðurinn lýsti vel kappgirni
Guðmundar. Ágúst á Hofi sagði stundum um Guðmund „að hann
reiddi upp stóru svipuna“ er honum væri mikið í huga og var þetta
líkingamál Ágústs, sem hann var svo kunnur fyrir.
Allir sem þekktu Guðmund í Ási, svo sem við sveitungar hans, vissu
að hann átti hlýtt hjartalag og að hann fann mjög til með þeim sem
stóðu höllum fæti í lífinu. Má vera að í vitund hans hafi ætíð vakað
minningin um umkomuleysið í bernsku er hann varð að fara frá
móður sinni sjúkri. Varð þessi þáttur í skapgerð Guðmundar honum
mjög til vinsælda.
Segja má að Guðmundur í Ási hefði mikið veraldargengi í lífinu.
Sjúkleiki ásótti hann þó oft og ekki síður konu hans, svo að skyggði af.
Guðmundur Jónasson kvæntist þann 15. ágúst árið 1936 Sigur-
laugu Efemíu Guðlaugsdóttur bónda á Sæunnarstöðum í Hallárdal
og konu hans Arnbjargar Þorsteinsdóttur. Lifir Sigurlaug mann sinn
farin mjög að líkamlegum kröftum og þreki. Hún er hljóðlát kona og
fínleg. Kaus hún mjög að vera í heimaranni er heilsa hennar leyfði.
Börn þeirra hjóna er upp komust eru Eggert bókhaldari og endur-
skoðandi á Blönduósi og Ingunn húsfreyja í Ási gift Jóni B. Bjarnasyni
oddvita Áshrepps. Vaxa nú upp í Ási fjögur börn þeirra Ingunnar og
Jóns, tveir piltar og tvær stúlkur, öll á námsaldri.
Guðmundur í Ási var kjörinn heiðursfélagi Kaupfélags Húnvetn-
inga árið 1981 og sæmdur gullmerki samvinnufélaganna í tilefni
áttatíu ára afmælis hans 3. júní 1985. Aukinn sjúkleiki sótti mjög á
Guðmund síðustu misserin, svo að hann tók vart á heilum sér. Naut
hann mjög takmarkað þess heiðurs sem samfélagið veitti honum og þá
ekki heldur hins milda aftanskins viðburðaríkrar æfi, en samúð átti
hann allra sem þekktu hann.
Hin síðustu misseri nokkur dvöldu þau Áshjón í Hnitbjörgum á
Blönduósi. Að lokum fór þó svo að þau þurftu bæði á hjúkrun að
halda á Héraðshælinu. Þeim auðnaðist þó að vera alltaf heima í Ási
yfir jólahátíðina.
Rik er í huga mínum löng samleið með Guðmundi í Ási, sem og
hinna tveggja Vatnsdælinganna, sem nefndir eru í upphafi þessara
minningarorða. Er þeir eru horfnir af sviðinu finnst mér skarð fyrir