Húnavaka - 01.05.1989, Page 187
HUNAVAKA
185
skildi, en þeir urðu, sem aðrir, að hlýða kallinu þegar það kom. Þannig
verða allir jafningjar við leiðarlok.
Vinátta við Guðmund í Ási varð okkur báðum því opinskárri sem
árunum fjölgaði og við uxum upp úr veraldarvafstri og umsvifum
athafnalífsins. Tímabil þetta var okkur mikils virði og hefði mátt vera
lengra. En nú er það á enda runnið.
Guðmundur var jarðsettur að Undirfelli í Vatnsdal 19. febrúar.
Grímur Gíslason.
Ástríður Jóhannesdóttir,
Torfalæk
Fœdd 23. maí 1921 — Dáin 13. mars 1988
Ástríður Jóhannesdóttir fæddist á Gauksstöðum í Garði, dóttir
hjónanna Jóhannesar Jónssonar, útvegsbónda, og Helgu Þorsteins-
dóttur. Hún ólst þar upp í stórum systkinahópi, 12 af 14 börnum
komust upp, og Ástríður var sú 6. í röð-
inni.
Þrjár systur fóru í Kvennaskólann á
Blönduósi, sem varð til að þær ílentust
nyrðra. Það voru, auk Ástríðar, Svein-
björg og Ásthildur Kristin. Síðar flutti
yngsti bróðirinn, Einar, einnig til
Blönduóss. Tveir bræður eru enn á Suð-
urnesjum, Þorsteinn og Jóhannes, en í
Reykjavík og nágrannabæjum eru Sig-
urður, Gísli, Þórður og Jón. Kristín og
Matthildur eru látnar.
Eftir kvennaskólanámið 1940-41 var
Ástríður um kyrrt og vann heimilisstörf
hjá Karli Helgasyni og Ástu Sighvatsdóttur á símstöðinni á Blöndu-
ósi. Árið 1944 giftist hún Torfa Jónssyni á Torfalæk. Búskaparár
þeirra þar urðu því 44. Þau eignuðust tvo syni: Jóhannes, bónda á
Torfalæk II, kvæntan Elínu Sigurlaugu Sigurðardóttur frá Isafirði, og
Jón, búsettan í Reykjavík, kvæntan Sigríði Kristinsdóttur frá
Reykjavík.