Húnavaka - 01.05.1989, Síða 188
186
HUNAVAKA
Ásta var umhyggjusöm húsmóðir, eiginkona og móðir. Umhyggja
hennar var einlæg og svo ríkuleg, að allir sem áttu þess kost að njóta
samvista hennar, fengu að reyna þessa umhyggju, og þeir eru ótaldir.
Jafnan var mannmargt á heimilinu, gestir og gangandi í lengri eða
skemmri tíma, börn i sveit og vinir í heimsókn, að ógleymdri fjöl-
skyldunni sjálfri, sonum, tengdadætrum og barnabörnum.
Fyrstu 25 búskaparárin bjó Ingimundur, þroskaheftur bróðirTorfa,
hjá þeim hjónum á Torfalæk. Hann fékk rikulegan skammt af óeig-
ingjarnri umhyggju Ástu öll æviár sin. Verður slík fórn seint metin að
fullu.
Hreint og fallegt heimili var alla tið aðalsmerki Ástu. Átti það jafnt
við í þröngu húsnæði sem rúmgóðu, fjölmenni sem fámenni. Hinir
mörgu sem fengu að vera samvista Ástu og Torfa á Torfalæk, sem og
annars staðar á lifsleiðinni, lærðu af þeim samstarf, umhyggju,
mannasiði, mannkærleika og sitthvað fleira, sem er dýrmætt veganesti
hverjum manni.
I veikindunum sýndi Ásta einnig styrkleika. Henni var í mun að
skilja sátt við alla, sátt við Guð og menn. Vistaskiptin voru Ástu því
eðlileg og hún kveið engu. Þeir sem heimsóttu hana síðustu vikurnar
fengu hlutdeild í gleði hennar og friði. Hún kvaddi í sátt og gleði og
var jarðsett frá Blönduósskirkju 25. mars.
Sr. Stína Gísladóttir.
Hilmar Árnason,
Hofi
Fœddur 2. október 1910 — Dáinn 16. mars 1988
Hilmar Árnason, Hofi í Skagahreppi, lést í Héraðshælinu á
Blönduósi. Hann var fæddur í Víkum á Skaga. Foreldrar hans voru
hjónin Anna Lilja Tómasdóttir og Árni Antoníus Guðmundsson. Þau
voru tíu systkinin í Víkum en eitt þeirra dó ungt. Hilmar var fjórði
yngstur þeirra sem upp komust. Hann ólst upp i Víkum við bústörf og
sjósókn og þótti snemma duglegur verkmaður.
Þann 24. nóvember árið 1935 kvæntist Hilmar eftirlifandi konu
sinni, Sólveigu Aðalheiði Magnúsdóttur frá Skeggjastöðum í Skaga-