Húnavaka - 01.05.1989, Page 190
188
HUNAVAKA
suður til kennaranáms og var í hópi hinna fyrstu kennara, sem
Kennaraskóli fslands útskrifaði. Það var árið 1911. Árin 1909-16 var
hún við kennslu í Hnífsdal, Keflavík og síðast í Langadal.
Árið 1916 giftist hún Kristjáni Kristóferssyni í Köldukinn. Þar
bjuggu þau hjón allan sinn búskap, svo
lengi sem heilsa og kraftar entust, eða í
meira en 50 ár. Kristján andaðist 1973.
Þau Kristján eignuðust 3 börn: Berg-
þóru Önnu, sem býr á Blönduósi, maður
hennar, Pétur Pétursson, er látinn. Jón
Espólín býr í Köldukinn I, kona hans er
Margrét Björnsdóttir. Kristófer Björgvin
býr í Köldukinn II, en kona hans, Bryn-
hildur Guðmundsdóttir, lést í nóvember.
Afkomendur Guðrúnar eru orðnir 43.
Guðrún Jónsdóttir var kraftmikil í öllu
sem hún tók sér fyrir hendur. Áhugi,
reglusemi og nákvæmni voru einkenni
hennar. Allt skyldi unnið í röð og reglu og á réttum tíma. Þar fór
stórbrotin kona, hrein og bein í umgengni við alla og sinnti fólki og
skepnum af festu og kærleika.
Auk heimilis- og bústarfa tók Guðrún virkan þátt í félagsmálum.
Hún var félagskona í eðli sínu og lét mál kvenfélaga mjög til sín taka.
Hún var meðal stofnenda Kvenfélagsins Vonarinnar í Torfalækjar-
hreppi 1927 og einnig Sambands austur-húnvetnskra kvenna ári síðar
og sat um árabil í stjórnum félaganna. Hún var lengi fulltrúi á þingum
Sambands norðlenskra kvenna. Samband austur-húnvetnskra kvenna
kaus hana heiðursfélaga árið 1968.
Eftir að Guðrún og Kristján brugðu búi, bjuggu þau á heimili
Kristófers og Brynhildar, og þar átti Guðrún heima, en dvaldi þó á
Héraðshælinu síðustu 3-4 árin.
Minningin geymir mynd af traustri, ákveðinni og áreiðanlegri
konu, sem var bæði skemmtileg, söngelsk og glaðsinna.
Guðrún var jarðsett frá Blönduósskirkju 16. apríl.
Sr. Stína Gísladóttir.