Húnavaka - 01.05.1989, Page 191
HÚNAVAKA
189
Svanhildur Sóley Þorleifsdóttir,
Blönduósi
Fœdd 9. september 1934 — Dáin 13. apríl 1988
Svanhildur Sóley Þorleifsdóttir var fædd að Sólheimum í Svína-
vatnshreppi, dóttir hjónanna Þorleifs Ingvarssonar og Sigurlaugar
Hansdóttur. Svanhildur var yngst 5 alsystkina. Þau eru: Fjóla, búsett
á Sauðárkróki, gift Ingólfi Guðmunds-
syni, Ingvar, kvæntur Sigríði Ingimund-
ardóttur, þau búa í Sólheimum, Stein-
grímur Theódór, kvæntur finnskri konu,
Ethel Jáderholm, búsett i Reykjavík, en
Sigurður, bróðir þeirra, dó ungur. Hálf-
systir þeirra er Lára Sigríður Guðmunds-
dóttir, ekkja í Reykjavík. Dóttir Láru,
Sjöfn Ingólfsdóttir, var alin upp sem systir
í Sólheimahópnum. Hún býr í Reykjavík
ásamt manni sínum, Bjarna Ólafssyni.
Svanhildur var að mestu í Sólheimum á
unglingsárunum. Einn vetur var hún í
Húsmæðraskólanum á Löngumýri, og 19
ára gömul giftist hún Ragnari Þórarinssyni frá Steinnesi.
Börn Svönu og Ragnars eru fjögur: Þorleifur, kona hans er Hanna
Kristín Jörgensen, Sigurlaug, maður hennar er Þórður Pálmi Þórðar-
son, Þórunn, maður hennar er Birgir Gestsson, og yngst systkinanna er
Ragnhildur. Öll eru þau búsett á Blönduósi nema Þórunn og Birgir
eru á Kornsá í Vatnsdal.
Lengst af bjó fjölskyldan í húsinu á Brekkunni, sem nú heitir Aðal-
gata 21. Þar ríkti hamingja og gleði og allt bar vott um umhyggju og
hlýju, sem Ragnar og Svana voru samtaka um að skapa. Heimilið
veitti börnunum ekki aðeins uppeldi, heldur einnig vináttu og félags-
skap. Vinir fjölskyldunnar urðu margir, og allir sem fengu að njóta
návista Svönu urðu þiggjendur hinna mörgu náðargjafa hennar.
Hlátur hennar smitaði út frá sér, hún var yfirleitt glöð og kát, söngelsk
og jákvæð. Sterkur persónuleiki hennar stafaði frá sér birtu og kær-
leika.