Húnavaka - 01.05.1989, Síða 193
HÚNAVAKA
191
Kristín kom með einn son norður, Hjálm Steinar Flosason. Hann
býr nú í Revkjavík, og kona hans er Sigrún María Snorradóttir. Börn
þeirra Gests eru Guðrún, búsett á Akureyri, maður hennar er Einar
Ólafur Jónasson, Birgir, bóndi á Kornsá, kona hans er Þórunn Ragn-
arsdóttir. Yngst barnanna er Gunnhildur, sem dvelst í Reykjavik.
Umhyggja foreldranna og heimilisbragur tengdi börnin heimilinu
sterkum böndum. Kristín reyndist sterk og kærleiksrík móðir, enda
með reynslu í hlutverki húsmóður.
En kærleikur og móðurumhyggja náði til enn fleiri. Bæði börn og
barnabörn systkina hennar voru í sveit hjá þeim Gesti í áratugi, svo að
jafnvel í 20 ár fór sama ferðataskan norður í Vatnsdal! Og það var
einnig rúm fyrir bræðrabörn Gests á heimilinu og í hjörtum hjónanna
á Kornsá. Síðar bættust í hópinn tengdabörn og barnabörn, og alltaf
hafði Kristín jafn fullan kærleiksbrunn að ausa úr. Ótalin eru enn
móðir Gests, sem bjó á heimilinu til 1968, og vandalaus maður, Har-
aldur Jakobsson, sem var heimilismaður hjá Gesti og Kristínu í um 20
ár.
Kristín var í sannleika vökukona, sem vakti yfir mönnum og
skepnum dag og nótt eftir því sem þörf var á. Umhyggjan og úthaldið
var óþrjótandi. Kristín var jarðsett frá Þingeyrakirkju 14. maí.
Sr. Stína Gísladóttir.
Stefanía Sveinsdóttir,
Blönduósi
Fœdd 26. júní 1902 — Dáin 21. maí 1988
Stefanía Sveinsdóttir fæddist í Tungunesi í Svinavatnshreppi. For-
eldrar hennar voru hjónin Ásdís Jónsdóttir og Sveinn Guðmundsson,
sem bjuggu á Kárastöðum upp úr aldamótunum. Síðar fluttu þau sig
nokkrum sinnum, uns þau búsettu sig í Hvammi í Langadal.
Þær systur, Stefanía og Ingunn, voru einu börn foreldra sinna og
fylgdu þeim að mestu á flutningunum og bjuggu hjá þeim, meðan þeir
lifðu. Ingunn er nú sjúklingur á Héraðshælinu, eins og Stefanía var
síðustu 4 árin.
Þær systur voru heimakærar og fóru aldrei langt. Stefanía hefur