Húnavaka - 01.05.1989, Page 196
194
HUNAVAKA
og byggðar óx einnig ábyrgð hennar. Hún stóð við hlið hans, — og hún
stóð fyrir búinu heima á Höllustöðum.
Börn þeirra eru þrjú: Kristín er bóndi á Höllustöðum ásamt manni
sínum, Birki Freyssyni. Sonur þeirra er Ólafur Freyr. Eldri sonur
Kristínar er Helgi Páll. Ólafur Pétur er vélaverkfræðingur og stundar
hann framhaldsnám í Kaupmannahöfn. Páll Gunnar stundar laga-
nám við Háskóla íslands.
Helga var börnum sínum góð móðir og raunar félagi, sem bar hag
þeirra fyrir brjósti. Með þeim sá hún margan hamingjudag og vann að
framtíð þeirra meðan aldur entist.
Helga átti hylli okkar allra, sem langan eða skamman tíma áttum
samskipti við hana. Eg minnist með stakri ánægju liðveislu hennar og
sálufélags um kirkjulíf og safnaðarmál. Svo var á öðrum sviðum sam-
félagsins einnig. Einu hefði gilt hvar hún hefði lifað lífi sínu, hvar tekið
til hendi og hverja stöðu skipað. Hún hefði staðið sig vel og skilað
hlutverki sínu með sóma. Kostir hennar hefðu alls staðar komið sér vel.
Á alla grein var hún undirhyggjulaus, blátt áfram og föst fyrir, —
ábyrg, og með glettnisglampa í augum.
1 fyrsta kafla Biblíunnar er fallegt myndmál. Drottinn er að skapa
heiminn og fá lífinu skilyrði til vaxtar. Hver einstakur maður er
kvaddur til ábyrgðar sem samverkamaður hans. Hver einstakur mað-
ur hefur í sér fólginn hæfileikann til þess að móta og stjórna fram-
vindu. Þar eru mismunandi ríkjandi hæfileikar og viljastyrkur. Við
erum þátttakendur í sköpun Guðs og lifum í samfélagi, sem þarf
skipulag og markaðar brautir. Lifinu er það blátt áfram nauðsyn, að
fólk beiti þessum hæfileikum því til eflingar. Svo aftur sé vikið að
myndmálinu þá leit Drottinn allt, sem hann hafði skapað, „og sjá, það
var harla gott“. Þegar við lítum yfir líf og starf Helgu á Höllustöðum
með ófullkominni sjón okkar þá getum við samt sem áður sagt: Sjá,
það er harla gott, — það sem þú hefur unnið fyrir fjölskyldu þína, sveit
þína og samfélag.
Utför Helgu var gerð frá Svínavatnskirkju og jarðsett í heimagraf-
reit á Guðlaugsstöðum.
Hjálmar Jónsson.