Húnavaka - 01.05.1989, Síða 198
196
HÚNAVAKA
maður. Eftir að Guðmann hætti búskap dvaldi hann hjá börnum
sínum í Bakkakoti og á Njálsstöðum en síðast á Héraðshælinu á þriðja
ár.
Útför hans var gerð þann 18. júní frá Höskuldsstaðakirkju.
Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson.
Margrét Jónsdóttir,
Blönduósi
Fœdd 23. janúar 1915 — Dáin 19. júní 1988
Margrét Jónsdóttir fæddist á Akureyri, dóttir hjónanna Jóns Þor-
valdssonar, smiðs og kaupmanns, og Margrétar Valdimarsdóttur,
leikkonu. Móðir hennar lést daginn eftir barnsburðinn, svo að dóttirin
var gefin barnlausum hjónum, sem voru
Kristín Sigurðardóttir og Jakob Karlsson,
kaupmaður og bóndi í Lundi við Akur-
eyri. Fósturforeldrarnir eignuðust síðar
fjögur börn, sem urðu systkini Margrétar.
Þau eru Bergljót, búsett á Akureyri,
Kristbjörg, búsett í Hafnarfirði, Guðný,
sem er látin, og Sigurður, en hann dó
ungur. Margrét eignaðist tvær hálfsystur í
föðurætt, sem eru Sigríður María í
Reykjavík og Sigurlaug á Akranesi.
Árið 1934 kom Margrét til Blönduóss
og stundaði nám við Kvennaskólann einn
vetur. Næsta vetur kenndi hún við skól-
ann, en árið 1937 giftist hún Agústi Jónssyni, bílstjóra, sem lést 1983.
Margrét og Ágúst eignuðust þrjú börn: Kristínu, búsetta á Blönduósi,
gifta Val Snorrasyni, Jakob, búsettan í Reykjavík, kona hans er Auður
Franklín, Sigurð, búsettan á Sauðárkróki, kona hans er Anna Rósa
Skarphéðinsdóttir.
Sá er ríkur, sem á stóra fjölskyldu, og sá er enn ríkari, sem er náinn
vinur fjölskyldu sinnar. Það var Margrét. Hún var tengd börnum
sínum, tengdabörnum og barnabörnum sterkum böndum, tryggur og
staðfastur stólpi á sínum stað. Hún hafði alla tíð sterk og náin tengsl
við systkini sín, bæði hálfsystkin og hin, sem hún var alin upp með.