Húnavaka - 01.05.1989, Page 200
198
HUNAVAKA
Á Blönduósi gekk hún yfirleitt undir nafninu Signý, en fjölskylda og
gamlir vinir kölluðu hana Lillu.
Börn þeirra Ola eru þrjú, öll búsett á Blönduósi: Þórólfur Oli,
kvæntur Þórdísi Hjálmarsdóttur, Sigríður Bjarney, maður hennar er
Hörður Ríkharðsson, en yngst er Ingibjörg María.
Signý hafði hæfileika til að vera ákveðin og stjórnsöm í kærleika.
Það varð ekki kvöð að fara að orðum hennar. Það var andsvar við
kærleika hennar. Hún átti hvað sterkastan þátt í að gera heimilið að
þeim miðpunkti fjölskyldunnar, sem það var. Þar var gott að eiga
heima, en einnig gott að koma, og nutu þess bæði stórir og smáir.
Ljúfustu stundir barnabarnanna voru að fá að vera hjá Lillu ömmu.
í 20 ár barðist Signý við sjaldgæfan, ólæknandi sjúkdóm. Engin
önnur dæmi eru til um að hægt sé að lifa svo lengi með þann sjúkdóm,
en lifsvilji og kærleikur til fjölskyldu og samferðamanna varð kröftugt,
áhrifaríkt „lyf“. Sjúkleiki veldur erfiðleikum, en getur um leið auðgað
mannlífið, og trúlega hefur hann átt sinn þátt í að gera fjölskylduna
samrýmda og finna gleði í návist hvers annars.
Lífið var Lillu það að lifa fyrir aðra og gefa þeim. Hún átti mikið til
að gefa, og hún gaf það allt með gleði.
Signý var jarðsett frá Blönduósskirkju 2. júlí.
Sr. Stína Gísladóttir.
Ingvar Karl Sigtryggsson,
Skagaströnd
Fæddur 25. október 1927 — Dáinn 10. júlí 1988
Ingvar Karl Sigtryggsson, Bogabraut 16, Skagaströnd, lést á Land-
spítalanum. Hann var fæddur í Hvammi í Vatnsdal. Foreldrar hans
voru hjónin Þóra Kristíana Jónsdóttir og Sigtryggur Benediktsson.
Ingvar Karl var eina barn þeirra hjóna en hann átti þrjá hálfbræður.
Er Ingvar Karl var mjög ungur fór hann ásamt móður sinni að
Kringlu til hjónanna Árna Björns Kristóferssonar og Guðrúnar
Teitsdóttur og ólst upp hjá þeim. En móður sína missti Ingvar Karl
þegar hann var sex ára. Á Kringlu naut hann ástríkis og þau Guðrún
og Árni Björn reyndust honum eins og hann væri þeirra eigin sonur.