Húnavaka - 01.05.1989, Page 204
202
HUNAVAKA
mundar í Ási var Sigurlaug Guðmunds-
dóttir, Jónassonar bónda í Ási. Var heim-
ili þeirra Áshjóna mannmargt og fast-
mótað með hefðbundnum hætti þess
tíma. Ásgrímur Kristinsson var fóstur-
sonur þeirra Guðmundar og Sigurlaugar í
Ási. Dvaldi hann í Ási nokkuð fram eftir
unglingsárum og mótaðist lífsviðhorf
mjög til frambúðar, þá strax.
Faðir Ásgríms, Kristinn Bjarnason, af
Bólu-Hjálmars ætt, varð strax á unga
aldri kunnur hagyrðingur. Hafði Kristinn
erft hæfileika ættföðurins í ríkum mæli.
Ásgrímur naut foreldra sinna minna
fyrir það að leiðir þeirra skildu og bjuggu þau aldrei saman. Ingibjörg
Benediktsdóttir dó ung að árum og átti ekki aðra afkomendur en
Ásgrím, en Kristinn Bjarnason átti síðar margt barna í tveim hjóna-
böndum.
Snemma kom í ljós að hneigðir Ásgríms voru mjög sóttar í báðar
ættir hans. Fyrsta vísa hans er frá því hann var sjö ára og tólf ára var
hann farinn að nota kenningar í vísum sínum. Varð Ásgrímur ótrú-
lega fljótt virkur þátttakandi í vísna- og ljóðagerð, sem á þeim árum
var iðkuð i Vatnsdal og er raunar enn, þótt í minna mæli sé af ýmsum
ástæðum.
Á hinn bóginn var bóndaeðlið mjög ríkt í Ásgrími. Strax á ungl-
ingsárum eignaðist hann kindur og vildi hafa þær sér í húsi til þess að
hugsa sjálfur um þær.
Rúmlega tvítugur tók Ásgrímur á leigu jörðina Kötlustaði i
Vatnsdal, þá nýgiftur, og árið 1936, þegar hann var 25 ára, stofnuðu
þau hjón nýbýlið Ásbrekku í Vatnsdal á einum fimmta hluta jarðar-
innar Áss og var landið gjöf frá fósturforeldrum hans. Býlið þurfti að
reisa frá grunni, bæði að ræktun og byggingum. Hafði efnahags-
kreppa bænda þá náð hámarki og voru fjármunir af skornum
skammti, svo að ótrúlegt var að nýbygging heillar jarðar gæti orðið
veruleiki. Fóru þá og i hönd svokölluð mæðiveikiár er ollu bændum
þungum búsifjum. En sigur vannst fyrir afdráttarlausan baráttuhug
hjónanna beggja, sem auk þess að fórna kröftum sínum öllum, gættu
þess að stilla kröfum í hóf svo að hægt væri að standa i skilum og við