Húnavaka - 01.05.1989, Page 205
HUNAVAKA
203
skuldbindingar. Hafði bóndaeðli Ásgríms yfirhöndina í lifi hans á
þessum árum, en var kryddað af skáldaeðli hans er tóm gafst til.
Mjög var leitað til Ásgríms, meðan hann dvaldi í Vatnsdal, við ýmis
tækifæri um að koma fram og slá skáldhörpu sína. Tók hann því
misjafnlega líklega, en er líða tók að því, sem til stóð, var sem hann
fengi innblástur og færðist í aukana. Kastaði hann þá með öllu frá sér
hversdagsleikanum og sótti úr sér frá búskaparstritinu. Urðu honum
ljóð af munni, oft heil kvæði, á ótrúlega stuttum tíma. Ljóðrænt
hrifnæmi var honum eðlisborið og að flytja ljóð með þeim hrynjanda
að mjög náði eyrum manna og var vel metið. Samspil bóndans og
listamannsins í Ásgrími Kristinssyni gerði hann að eftirsóttum félaga,
sem mjög setti svip á menningar- og samkvæmislif í Vatnsdal meðan
hans naut við.
1 ljóðabók Ásgríms, sem út kom árið 1981, er áberandi mikið af
afmælisljóðum til sveitunga hans, bæði karla og kvenna og mátti telja
hann hirðskáld Vatnsdælinga um árabil. Þá eru gangnavísur hans
landskunnar og lifa á vörum manna margar hverjar góðu lífi.
1 kvæði Ásgríms, Æskuminning, er þetta erindi:
Ég hef unnað vorsins veldi,
vakað einn á fögru kveldi
og það lyfti anda mínum,
allt var kyrrt og hljótt.
Bergði ég af brunni þínum
bjarta júnínótt.
Þannig var í rauninni lífsviðhorf Ásgríms á Ásbrekku er skáldgyðjan
kvaddi hann til samfylgdar. En veröldin brosti ekki alltaf við honum.
Fyrri konu sína Ólöfu K. Sigurbjörnsdóttur, ættaða úr Dölum vestur,
missti hann frá fjórum börnum, því yngsta á fyrsta ári.
Varð um skeið erfitt tímabil í ævi Ásgríms. En hann hopaði ekki af
hólmi og sólskinið kom aftur í bæ hans. Guðný Guðmundsdóttir,
ættuð vestan af fjörðum, kom til hans sem ráðskona með ungan son
sinn. Varð hún síðari kona Ásgríms og búskapurinn á Ásbrekku hélt
áfram. Börnunum fjölgaði og Guðnýju fataðist hvergi í hlutverki sínu,
sem eiginkona, móðir og stjúpmóðir. Tíminn leið og upp óx stór
systkinahópur á Ásbrekku: Guðmundur Ólafs, nú bóndi á Ásbrekku,
Þorsteinn, bóndi og oddviti á Varmalandi í Skagafirði, Sigurlaug