Húnavaka - 01.05.1989, Page 212
210
HUNAVAKA
Sigríður Soffía, sambýliskona Sigurðar Baldurssonar, búa þau í Mý-
vatnssveit.
Þorleifur bjó í Hvammi alla tíð, ræktaði og hýsti jörðina. Heimilið í
Hvammi var þekkt fyrir gestrisni — þangað þótti sveitungum, ætt-
ingjum og vinum gott að koma.
Þorleifur hafði alla tíð gaman af söng og starfaði með Karlakór
Bólstaðarhlíðarhrepps um tíma. Einnig hafði hann mikla unun af því
að veiða og sat árum saman í stjórn Veiðifélags Blöndu og Svartár. Þá
var hann og lengi í stjórn Ungmennafélags Bólstaðarhlíðarhrepps.
Þorleifur var hreinskiptinn í samskiptum, dagfarsprúður en enginn
veifiskati. Hann vildi brjóta málin til mergjar og hafa allt sitt á hreinu.
Þorleifur var bóndi að lífsstarfi, hans hlutskipti var að yrkja jörðina.
Útför hans fór fram frá Bergsstaðakirkju 12. nóvember.
Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson.
Brynhildur Guðmundsdóttir,
Köldukinn II
Fædd 20. ágúst 1933 — Dáin 19. nóvember 1988
Brynhildur Guðmundsdóttir var fædd i Nípukoti í Víðidal. Þar ólst
hún upp hjá foreldrum sínum, Hrefnu Hinriksdóttur og Guðmundi
Jósefssyni, ásamt þremur systrum sínum: Ingibjörgu, sem nú er búsett
á Laugabakka, Aðalheiði, sem býr á
Skagaströnd og Steinunni, sem býr á
Jörva í Víðidal.
Brynhildur stundaði nám við Kvenna-
skólann á Blönduósi 1951-52. Áður hafði
hún verið á Blönduósi við hluta barna-
skólanáms og við vinnu í 2-3 vetur og bjó
þá hjá Þorgerði Sæmundsen.
Þann 20. ágúst 1954 giftist Brynhildur
eftirlifandi eiginmanni sínum, Kristófer
Kristjánssyni í Köldukinn. Þau eignuðust
þrjú börn, sem búa öll á Blönduósi. Þau
eru Kristján, kona hans er Margrét Hall-
björnsdóttir, Hrefna, maður hennar er