Húnavaka - 01.05.1989, Page 214
212
HUNAVAKA
Klemensdóttir og Guðni Sveinsson. Auk Guðmundar áttu þau hjón
þrjá syni, þá Ingva Svein, Pálma og Rósberg Snædal.
Sveinninn ungi í Kárahlíð fæddist ekki inní blíða veröld. Hann var
sonur bláfátækra hjóna, sem bjuggu á
hjáleigujörð með nokkrar kindur, hest og
kú sem trúlega hefur átt að bera um vorið
og því nærri geld í mars. Guðmundur bar
þess enda líkamleg merki alla ævi, að hafa
liðið næringarskort í frumbernsku, að eiga
líf sitt fyrst og fremst að þakka umhyggju
móður, sem gætti hans eins og sjáaldurs
auga síns, alla þá tíð sem hennar naut við,
fram á fullorðinsár hans.
Hér verða ártöl ekki nákvæmlega rakin,
en Guðmundur flutti með foreldrum sín-
um frá Kárahlíð að Vesturá og síðan
Hvammi og þar átti hann heima þegar ég
man hann fyrst. Þá hétu flestir menn í Bólstaðarhlíðarhreppi annað-
hvort Guðmundur eða Sigurður og voru kallaðir Mundi eða Siggi.
Guðmundur Kr. Guðnason var þá Mundi í Hvammi.
Skólaganga Munda var hvorki löng né ströng, því vakti það aðdáun
hvað hann hafði fallega rithönd, skrifaði góðan stíl og réttritun var
honum í blóð borin. Annað sem honum var í blóð borið var tónlistin.
Hann lærði undirstöðuatriði orgelleiks hjá Munda, Guðmundi Sig-
fússyni, á Eiríksstöðum og spilaði síðan alla tíð eins og aðstæður leyfðu
hverju sinni. Snemma eignaðist hann harmonikku og spilaði lengi
fyrir dansi á böllum. Glögg er sú minning frá þeim tíma — sem var
tiltölulega snemma — að vera orðinn gjaldgengur í karlmanna-
hnappinn við dyrnar inná dansgólfinu í þinghúsinu í Bólstaðarhlíð,
þegar böll voru haldin. Þá sat Mundi uppá sviðinu, spilaði á
harmonikkuna og sló taktinn með fætinum ofan á gólfið, það var
tromma þeirra daga. Margir munu eiga Munda að þakka sinn ljúfasta
vangadans, undir lokalagi balls um 16. helgi sumars og oftar.
Það mun hafa verið 1948 að fjölskyldan í Hvammi yfirgaf Laxár-
dalinn og flutti út á Skagaströnd en Hvammur fór þá í eyði. Á
Skagaströnd hafði Pálmi keypt hús með túni og hét staðurinn Ægis-
síða, sá bústaður hefur nú verið jafnaður við jörðu. Á fyrstu árum
sínum á Skagaströnd stundaði Mundi almenna daglaunavinnu en