Húnavaka - 01.05.1989, Page 215
HUNAVAKA
213
fljótlega réðst hann til starfa við pósthúsið og þar með réðst hann til
síns ævistarfs, að færa Skagstrendingum heim í hús bréf þeirra, blöð og
tímarit. Það starf stundaði hann af einskærri trúmennsku til dauða-
dags.
En Mundi hafði fleiri járn í eldinum. Hann söng lengi í Karlakór
Bólstaðarhlíðarhrepps, í kirkjukór Hólaneskirkju alla veru sína á
Skagaströnd, var um árabil organisti við Höskuldsstaðakirkju og
Hofskirkju í Skagahreppi og oft var hann fenginn til að spila við
sumarmessu i Ábæjarkirkju í Austurdal. Mundi var i eðli sínu safnari
og grúskari. Hann skrifaði dagbækur og til er eftir hann einstæð skrá
um guðsþjónustur i útvarpi allt frá árinu 1940, þar sem fram koma
nöfn presta og organista, pistill, guðspjall og texti hverrar athafnar og
þeir sálmar sem sungnir voru og svo var hann með í samantekt
organistatal í öllum kirkjum landsins.
Mundi varð aldrei ríkur á veraldlegan mælikvarða og það var ekki
fyrr en á seinni árum að hann gat leyft sér ofurlítinn munað. Sá
munaður var að ferðast um landið í sumarfríum, en hann naut líka í
rikum mæli að skoða landið, og hitta fólk. Hann átti sérstaklega
auðvelt með að tengjast kunningsskap við þá sem hann hitti og skipti
þá aldursmunur engu.
Uppáhaldssamkomuhús Munda voru kirkjur. Messur og aðrar
kirkjulegar athafnir voru honum ákaflega hjartfólgnar og eiga margir
prestar honum þakkir að gjalda fyrir dygga aðstoð og þjónustu. Þó
vissi ég aldrei hvort hann væri sérstaklega trúaður. Ég man aldrei eftir
því að hann talaði um Guð. Ég held hann hafi fyrst og fremst tignað og
lifað sig inni helgina og hljómlistina sem kirkjan gaf honum. Sú helgi
hafi gefið honum ímynd þess Guðs sem nú hefur birst honum.
Nokkur seinustu ár sín bjó Mundi einn í íbúð í Bankastræti 10 á
Skagaströnd. Þar var hvorki hátt til lofts né vítt til veggja.
Mundi horfði þvi til þess með mikilli tilhlökkun að flytja í nýjar
ibúðir aldraðra, hvort heldur sem það yrði nú fljótlega eða eftir rúm-
lega ár, þegar hann hefði til þess náð löggiltum aldri. Það gat enginn
ímyndað sér þá, að svo stutt væri í, sem raun ber vitni, að hann flytti til
enn háreistari sala.
Mundi í Hvammi er kvaddur af öllum, sem þekktu hann, með
miklum söknuði en jafnframt fullvissu þess, að víst mun hann syngja
bassa í kirkjukór einhverrar kirkju himnarikis við messurnar þar um
næstu jól. Stefán M. Gunnarsson.