Húnavaka - 01.05.1989, Page 221
HÚNAVAKA
219
hlýna er vika var liðin af maí, og
hiti fór upp i 17,6 stig þann 24.
Tók þá nokkuð að gróa. I mán-
aðarlokin hafði trjágróður nokk-
uð opnast, en hagar voru þá tak-
markaðir vegna gróðurleysis og
var búfénaði yfirleitt gefið. Þoku
lagði inn af Húnaflóa síðustu
viku maí og olli hún kulda og
sólarleysi.
Nokkrir settu niður kartöflur i
mánaðarlokin og áburðardreifing
hafin í litlum mæli. Vegir voru
þurrir og greiðfærir og gæftir á sjó
og afli með sæmilegu móti.
Júní.
Hlýna tók i veðri er líða tók á
fyrstu viku júni og fram yfir
miðjan mánuðinn. Komst hitinn
í 17,5 stig þann 14. en var aðeins
2,8 stig þann 3. og ekki nema 3
stig þann 23. Veðrasamt var af
suðvestri upp úr miðjum mánuð-
inum og fram um 25. Skemmdir
urðu miklar á öllum garðagróðri
vegna hvassviðris. Nokkrir
bændur hófu slátt í mánaðarlok-
in og fénaði var hleypt til heiða er
voru taldar sæmilega grónar.
Talið var að þurrkar tefðu mjög
sprettu, en mánaðarúrkoma varð
aðeins 35,7 mm og féll á 14 dög-
um. Gæftir á sjó mátti telja hag-
stæðar í júní.
Júlí.
Góð heyskapartíð var fyrstu átta
dagana í júlí og náðu þeir til-
tölulega fáu bændur sem hafið
höfðu slátt mjög góðum heyjum.
Flestir byrjuðu seinna og lentu í
óþurrkatíð sem hélst út mánuð-
inn. Lá mikið hey á túnum í
mánaðarlokin og höfðu sumir
bændur ekki náð neinum heyjum
þá. Grasspretta var síðbúin og
misjöfn. Mánuðurinn var kaldur
og þokufullur enda áttin að jafn-
aði norð- eða norðvestanstæð.
Snerist þó til sunnanáttar síðustu
dagana. Úrkomu varð vart 19
daga, en mælanleg i 13 daga alls
19,6 mm. Hlýjast varð 15. og 24.
júlí 15,4 stig en kaldast 2,9 stig
þann 14. Gæftir voru stopular
vegna mikillar hafáttar.
Agúst.
Fyrstu tíu dagar ágústmánaðar
voru sæmilega hlýir og fór hitinn
í 20,1 stig þann 9. og 18,4 stig
þann 10. Kalt var síðustu dagana
í mánuðinum, aðeins 1,4 stig
þann 21., og 5 stig þann 30.
Norðanstæð átt var yfirleitt mjög
rikjandi og þokusamt. Hvasst var
þann 27. á norðan. Bjartviðri var
frá 9.-16. og hagstætt til hey-
skapar. Úrkomu varð vart í 19
daga alls 25,8 mm sem féll á 14
dögum. Flestir bændur höfðu
lokið heyskap í mánaðarlokin.
Voru hey allmikil en misjöfn að
gæðum. Gæftir á sjó voru stopul-
ar vegna hafáttar.