Húnavaka - 01.05.1989, Page 223
HUNAVAKA
221
Kyrrt og gott var frá 19.-24. og
heiðskírt og logn þann 23. Úr-
komu varð vart í 22 daga, 40,9
mm regn og 10,7 mm snjór eða
slydda. Snjór var skráður á lág-
lendi í 9 daga en allan mánuðinn
á fjöllum.
Færð á vegum var alltaf tafa-
laus en flugsamgöngur trufluðust
nokkuð vegna þoku. Gæftir voru
stopular á smærri skipum og afli
eftir því. Allgóð tíð var til hvers
konar útivinnu. Dilkar reyndust
sæmilegir til frálags.
Nóvember.
Mjög hagstætt tiðarfar var allan
nóvembermánuð. Úrkomu varð
vart 18 daga en mælanleg aðeins i
14 daga. Regn 28,3 mm á 11
dögum og snjór 7,2 mm á 3 dög-
um. Snjólag í byggð var skráð 10
daga en óverulegt. Frostlaust var
í 15 daga, hlýjast 9 stig þann 14.
Frost var skráð í 15 daga mest
11,6 stig þann 17.
í mánaðarlokin var jörð mjög
klakalítil, snjólaust í byggð og
greiðfært um allt hérað og fjall-
vegi. Vindur varð aldrei mikill og
yfirleitt suðlægar áttir. Hagar
nægir svo að fénaður gekk sjálfala
og frjáls. Gæftir á sjó voru hag-
stæðar og vel gaf til allrar úti-
vinnu.
Desember.
Hiti var 8,6 stig þann 1. en varð
mestur 10,6 stig þann 15. Frost
mældist 25 daga, mest 17,4 stig
þann 25. Snjólag var skráð 21
dag, mest 23 cm þann 26., en
hjaðnaði fljótt. Vindur var yfir-
leitt suðlægur og tíðarfar óstöð-
ugt en ekki vont. Greiðfært var
um alla vegi en mjög hált er leið á
mánuðinn. Sem dæmi um mis-
jafnt veður í héraðinu er að á
jóladag var svo til logn á
Blönduósi en sást varla milli húsa
fram í Svartárdal vegna hríðar-
kófs. Vindur var þar á suðaustan
og mun hafa verið austlægur á
Hveravöllum og vont veður þar.
Mánaðarúrkoma mældist alls
59,2 mm þar af 30,5 regn og 28,7
snjór. Aðeins voru 3 dagar í
mánuðinum með öllu úrkomu-
lausir. Árið 1988 kvaddi með
góðviðri.
Grímur Gíslason.
IJíBlJNAÐARBANKI
ÍSLANDS
STARFSEMIN 25 ÁRA.
Yfirlit yfir starfsemi í Útibúi
Búnaðarbanka fslands á Blöndu-
ósi árið 1988.
Inngangur:
í upphafi ársins var minnst 25 ára
starfsemi útibúsins með því að