Húnavaka - 01.05.1995, Page 11
UNNAR AGNARSSON, Blönduósi:
„Þetta er Grímur Gíslason
sem talar frá Blönduósi“
Grímur Gíslason, fréttaritari og veburathugunarmabur á Blönduósi og
fyrrverandi bóndi og oddviti í Saurbæ í Vatnsdal, er landsmönnum öllum
að góðu. kunnur, einkum fyrir fréttaflutning sinn. Hann er Vatnsdcelingur
í húð og hár þó hann búi nú á Blönduósi, fœddur í Þórormstungu í Vatns-
dal 10. janúar 1912. Foreldrar hans voru aðjlutt í dalinn. Móðir hans,
Katrín Grímsdóttir, komfrá Syðri-Reykjum í Biskupstungum ogvar afBol-
holtsœtt. Faðir lians, Gísli Jónsson, var alinn upp í Stóradal í Svínavatns-
hreppi og því fæddur Húnvetningur en móðurætt hans úr Húnavatns- og
Skagajjarðarsýslum oglengra aftur norðan úr Möðruvallasókn íEyjafirði.
Eg heimsótti Grím íþeim tilgangi að fá hann til þess að segja mér örlítið um
lífslilaupið, félagsmálastörf og sitthvað fleira. Við settumst niður í notalegri
stofunni í Garðabyggðinni og nú tekur Grímur við.
Æskuár í Vatnsdal
Eg var 13 ára þegar foreldrar mínir fluttu, eftir 18 ára búsetu í
Þórormstungu, yfir ána að Saurbæ. Þau höfðu verið leiguliðar og
urðu að víkja þegar eigandinn, Jón Hannesson á Undirfelli, kom
aftur að Þórormstungu er tengdasonur hans, Hannes Pálsson frá
Guðlaugsstöðum, fékk Undirfell.
Föður mínum var óljúft að þurfa að fara frá Þórormstungu sem
er ákaflega skemmtileg jörð, undirlendi hallalítið, þurrt og slétt og
gott beitiland á víðlendu hálsalandi.
Saurbær var mikið þrengri og erfíðari jörð þar sem heyskapur
krafðist mikillar þolinmæði í bratta og kargaþýfi. Verkefni voru því
mikil og aðkallandi.
A öðrum vetri í Saurbæ kom upp lungnapest í fénu og drápust