Húnavaka - 01.05.1995, Page 14
12
HÚNAVAKA
þreyttur og þegar ég kom í Fornahvamm eftir aö hafa hjólað frá
Borgarnesi með landið og vindinn í fangið. Eg kom seint í Forna-
hvamm og fékk þar gistingu í óupphituðu herbergi og leið djöful-
lega því ég var bullsveittur þegar ég fór að hátta.
Það sem eftir var leiðarinnar hjólaði ég á rúmum tveimur dögum.
Það var indælt veður, sólbráð og vor í lofti. Þetta var mín eina skóla-
ganga, nema veturinn 1935 - 1936, að ég fór í Hvanneyrarskóla.
Tók ég báða bekkina í einu en ekki próf. Báðir þessir vetur urðu
mér góður grundvöllur undir lífsstarfíð, þótt ákjósanlegra hefði
verið að læra meira. Það að þreyta nám undir leiðsögn góðra kenn-
ara og við hliðina á fjölmörgum jafnöldrum er örugg og óumdeil-
anleg leið til þess að þekkja sjálfan sig og taka tillit til annarra.
A Hvanneyri var Gunnar Bjarnason með mér í skóla. Margt bar á
milli í skoðunum okkar en það stóð aldrei í vegi fyrir vináttu okkar.
Er Gunnar ákaflega minnisstæður, þetta gneistandi ímyndunarafl
og hugarflug og hann var alltaf að koma með eitthvað nýtt. Hann
vildi að við keyptum Flögu í Vatnsdal þegar hún var auglýst til sölu
og hæfum þar fýrirmyndarbúskap en ég var tregur til. Um vorið fór
hann svo að tala um að ég kæmi með honum á Landbúnaðarhá-
skólann í Kaupmannahöfn en það fór á sömu leið, ég var staður
þrátt fýrir að þetta væri mjög áhugavert. Eg taldi mig hafa skyldum
að gegna, ég var eini strákurinn í fjölskyldunni og dekrað við mig,
bæði af foreldrum mínum og systrum, en ég var líka bundnari fyrir
vikið. Rétt er að koma því að, að þegar ég kom að Laugarvatni var
ég algjör heimalningur og mömmudrengur þótt tvítugur væri að
verða og eftirvænting mín var kvíðablandin að koma á þennan
ókunna og margmenna stað, en ég kom fýrst til þeirra ágætu
hjóna, Böðvars og Ingunnar, sem tóku mér sem ég væri sonur
þeirra.
Félagslíf
Eg var ekki gamall þegar ég fór að fylgjast með félagsmálum í
Vatnsdalnum. A uppvaxtar- og þroskaárum mínum var mikið
mannval í dalnum og heimilin fjölmenn, fast að hálfu þriðja
hundraði alls. Eg fór snemma að taka þátt í mannfundum og
skipta mér af málum. Þegar tíminn leið og ég varð meiri jafningi